
Sædís Rún Heiðarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliðinu þegar Valerenga lagði Rosenborg í norsku deildinni í dag.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Valerenga en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Liðið fór upp fyrir Rosenborg í 2. sæti deildarinnar. Valerenga er með 24 stig eftir 10 umferðir, Brann er á toppnum með 26 stig og Rosenborg í 3. sæti með 22 stig.
Selma Sól Magnúsdóttir er leikmaður Rosenborg en hún hefur ekkert verið með liðinu á tímabilinu.
Sædís hefur átt fast sæti í liði Valerenga á tímabilinu en hún hefur skorað eitt mark og lagt upp fjögur.
Athugasemdir