Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Donni: Ég er gráti næst
„Segja mjög heimskulega hluti við mann sem er með öðruvísi húðlit en þeir"
„Þetta er ekki eins og skautahlaup, það eru enginn stig fyrir stíl"
Gunnar Már: Máttum bara ekki tapa þessum leik
Jón Óli: Skítum svo upp á bak í næsta leik
Frosti: Heiðar var að pæla fyrir leik hvernig ég ætlaði að útfæra þessi skæri
Bjarni: Þú verður að ráða sagnfræðing í það
Alli Jói: Það getur örugglega verið margt til í því
„Sérstakt að það væri í lagi að hann fái höfuðhögg en ekki í hina áttina"
„Kærkomið að snúa þessu við og sýna stuðningsmönnum okkar að við erum á réttu róli"
Siggi talar um líkamsárás: Erum að slá heimsmet í meiðslum
Hemmi Hreiðars: Við erum með leikinn í höndum okkar
Halli Hróðmars: Stærra en fólk gerir sér almennt grein fyrir
Sverrir Ingi: Meistaradeildin, komast á HM og grískt brúðkaup á dagskrá
   fös 16. maí 2025 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK nældi í sinn fyrsta sigur í Lengjudeildinni í kvöld þegar liðið lagði Leikni af velli. Fótbolti.net ræddi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 HK

„Við eigum fullt inni ennþá. Þetta var karakterssigur, við erum búnir að byrja á jafnteflum og með súrt bragð í munninum eftir fyrstu tvo. Það er ekkert sjálfgefið í þessari deild, við vitum það," sagði Hemmi.

Liðið hafði gert tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. HK féll úr bestu deildinni síðasta sumar en Fótbolti.net spáði liðinu 3. sæti í Lengjudeildinni í sumar.

„Auðvitað vill maður alltaf meira, það er smá skrekkur, ungt lið. Það var rosalega mikilvægt að ná í þennan sigur og þeir eiga það svo sannarlega skilið. Það er hungur í okkur, ég fann það í vikunni og hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik að það yrði kraftur í okkur," sagði Hemmi.

Hann var spurður að því hvort Hemma Hreiðars bragur væri að myndast hjá liðinu.

„Frá því ég kom hafa menn verið ótrúlega duglegir og hungraðir í að bæta sig. Það er skemmtilegast þegar þú þarft ekki að ýta við neinum, það vilja allir æfa eins og skepnur," sagði Hemmi.
Athugasemdir
banner