
HK nældi í sinn fyrsta sigur í Lengjudeildinni í kvöld þegar liðið lagði Leikni af velli. Fótbolti.net ræddi við Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 1 HK
„Við eigum fullt inni ennþá. Þetta var karakterssigur, við erum búnir að byrja á jafnteflum og með súrt bragð í munninum eftir fyrstu tvo. Það er ekkert sjálfgefið í þessari deild, við vitum það," sagði Hemmi.
Liðið hafði gert tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum. HK féll úr bestu deildinni síðasta sumar en Fótbolti.net spáði liðinu 3. sæti í Lengjudeildinni í sumar.
„Auðvitað vill maður alltaf meira, það er smá skrekkur, ungt lið. Það var rosalega mikilvægt að ná í þennan sigur og þeir eiga það svo sannarlega skilið. Það er hungur í okkur, ég fann það í vikunni og hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik að það yrði kraftur í okkur," sagði Hemmi.
Hann var spurður að því hvort Hemma Hreiðars bragur væri að myndast hjá liðinu.
„Frá því ég kom hafa menn verið ótrúlega duglegir og hungraðir í að bæta sig. Það er skemmtilegast þegar þú þarft ekki að ýta við neinum, það vilja allir æfa eins og skepnur," sagði Hemmi.
Athugasemdir