Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Palace fá þessi verðlaun fyrir að halda trúnni á Glasner
Mynd: EPA
Crystal Palace endaði síðasta tímabil frábærlega og Oliver Glasner, stjóri liðsins, var bragð mánaðarins.

Liðið fór mjög illa af stað á þessu tímabli og vann ekki leik fyrr en 7. október. Þrátt fyrir slaka byrjun héldu ráðamenn trúnni á þýska stjóranum og hefur gengi liðsins á tímabilið verið mjög gott.

Það besta við tímabilið er árangur liðsins í enska bikarnum þar sem liðið er komið í úrslit og mætir Manchester City í úrslitaleiknum á Wembley á morgun.

Phil McNulty, ritstjóri fótboltadeildarinnar á BBC segir að Palace sé að fá úrslitaleikinn í verðlaun fyrir að halda trú á stjóranum þegar illa gekk í haust.

„Ég held að Crystal Palace hafi fína trú á góðum úrslitum. Það eru gæði í gegnum liðið. Í undanúrslitunum sýndu þeir Eberechi Eze, Ismaila Sarr og Jean-Philippe Mateta gæði, en ef horft er á restina á liðinu þá sér maður mjög góðan markmann í Dean Henderson, enskan landsliðsmann í Marc Guehi og framúrskarandi miðjumann í Adam Wharton."

„Þetta eru líka verðlaun fyrir trúna sem þeir héldu á stjóranum Oliver Glasner. Þeir unnu ekki leik þar til 7. október en þeir héldu trú og þeir hafa fengið þessi verðlaun fyrir,"
skrifaði McNulty.
Athugasemdir