Man Utd skoðar aðra kosti - Arsenal heldur áfram að reyna við Gyökers - Calhanoglu á förum frá Inter?
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
Siggi Höskulds: Svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
banner
   fös 16. maí 2025 22:05
Haraldur Örn Haraldsson
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Lengjudeildin
Snorri eftir leikinn í Grindavík í síðustu umferð ásamt Hauki Óla sem spilaði þá en fékk aðhlynningu eftir  leik.
Snorri eftir leikinn í Grindavík í síðustu umferð ásamt Hauki Óla sem spilaði þá en fékk aðhlynningu eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Snorri Þór Stefánsson er markvörður fæddur 2005, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í kvöld fyrir liðið sitt Fjölni þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Fylki.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Fylkir

„Þetta var bara gríðarlega erfiður leikur. Það var ekki mikið að gera hjá mér í þessum leik. Mér fannst það sterkt hjá okkur að komast í 1-0 og mér fannst við alveg getað bætt við forystuna, en þetta var helvíti erfitt þarna í lokin þegar þeir ná markinu inn og við erum bara í nauðvörn. En bara sterkt að ná að halda þetta út finnst mér."

Snorri byrjaði tímabilið sem þriðja val í markmannsstöðunni hjá Fjölni, en eftir meiðsli hjá báðum hinum markvörðunum spilaði hann sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta er náttúrulega bara geggjað, maður vill bara spila eins marga leiki og maður getur. Auðvitað er smá stress, þegar þú ert ekki í leikformi og ert ekki búinn að spila. Samt þegar þú ert búinn með upphitun og kominn inn á völlinn þá er þetta aldrei neitt öðruvísi. Þetta er bara geggjað lið sem ég hef fyrir framan mig," sagði Snorri en hann greindi svo frekar frá því hvernig var að koma inn sem þriðji markvörður Fjölnis á tímabilinu.

„Það segir sig sjálft, að það er ekkert algengt og ég man ekki eftir því að það hafi gerst nokkurtíman að tveir markmenn af þrem hafa meiðst. Ég hafði reyndar ekki gert þau greinaskil að ég væri þriðji markmaður, og ég skrifaði ekki undir hjá Fjölni sem þriðji markmaður. Maður er bara í geggjaðri samkeppni við Sigurjón og Hauk sem eru bara geggjaðir markmenn og maður verður bara að taka á kassann allt sem geris. Eins með þennan leik, þegar maður fær kallið þá verður maður bara að reyna að standa sig og nýta tækifærið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.



Athugasemdir