Glódís snýr aftur í landsliðshópinn

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, er mætt aftur í hópinn fyrir komandi landsleiki gegn Noregi og Frakklandi.
Hún missti af síðasta verkefni vegna meiðsla og vöknuðu áhyggjurraddir um það hvort að hún gæti verið með á Evrópumótinu í sumar. En hún er með núna sem eru frábær tíðindi.
Hún missti af síðasta verkefni vegna meiðsla og vöknuðu áhyggjurraddir um það hvort að hún gæti verið með á Evrópumótinu í sumar. En hún er með núna sem eru frábær tíðindi.
„Staðan á henni er þokkalega góð. Hún er allavega leikfær og vonandi verður hún klár í að spila báða þessa leiki. Eins og staðan er í dag, þá er hún leikfær og klár í leikinn við Noreg. Svo þurfum við að taka stöðuna eftir þann leik," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.
„Það er styrkur fyrir okkur að hafa hana. Hún er gríðarlega mikilvæg í liðinu og hópnum. Hún kemur með sína reynslu og sína getu inn í hópinn sem skiptir okkur miklu máli og hjálpar mikið."
Steini sagðist hafa áhyggjur af Glódísi í síðasta glugga. Er þróun hennar búin að vera góð síðustu vikur?
„Þróunin hjá henni hefur verið fín og það hefur gengið vel. Það hefur lagast viku frá viku. Ég var kannski að lýsa svörtustu myndinni síðast, hvað gæti verið. Ég var alveg vongóður um að þetta myndi ganga. Eins og þetta er núna, þá lítur þetta vel út. Maður er bjartsýnn á að þetta haldi áfram að ganga vel og þá höfum við ekkert að óttast," sagði landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir