
Klukkan 18:00 tekur KA á móti Fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum. Þetta er annað árið í röð sem liðin mætast í bikarnum en KA vann leik liðanna í 8-liða úrslitum í fyrra og endaði svo uppi sem bikarmeistari um haustið.
Liðin eru bæði í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir sex umferðir, KA er á botninum og Fram er í 9. sæti, með sex stig, tveimur meira en KA.
Liðin eru bæði í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir sex umferðir, KA er á botninum og Fram er í 9. sæti, með sex stig, tveimur meira en KA.
Lestu um leikinn: KA 2 - 4 Fram
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gerir tvær breytingar á liði sínu frá 0-1 tapinu gegn Breiðabliki á sunnudag. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jakob Snær Árnason koma inn fyrir þá Marcel Römer og Ásgeir Sigurgeirsson. Ásgeir er ekki í hópnum í dag. Þeir Snorri Kristinsson (2009) og Andri Fannar Stefánsson (1991) koma inn í hópinn fyrir Ásgeir og Hrannar Björn Steingrímsson sem er ekki með í dag.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir tvær breytingar á liði sínu frá 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á laugardag. Þeir Haraldur Einar Ásgrímsson og Róbert Hauksson koma inn fyrir Þorra Stefán Þorbjörnssn og fyrirliðann Guðmund Magnússon. Þeir Jakob Byström (2005) og Freyr Sigurðsson (2005) koma inn í hópinn fyrir þriðja markmanninn, Þorstein Örn Kjartansson, og Alex Frey Elísson. Kennie Chopart er með fyrirliðabandið hjá Fram í dag.
Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
9. Viðar Örn Kjartansson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
25. Dagur Ingi Valsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Byrjunarlið Fram:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Róbert Hauksson
10. Fred Saraiva
12. Simon Tibbling
16. Israel Garcia
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
Athugasemdir