Stokkseyri hefur fengið mjög áhugaverðan liðsstyrk, og verulega öflugan ef það eru ennþá töfrar í takkaskónum, því markavélin Hrvoje Tokic er genginn í raðir félagsins. Hann kemur í Stokkseyri frá grönnunum í Árborg.
Tokic verður 35 ára í sumar, hann er framherji sem hefur skorað 136 mörk í 174 KSÍ leikjum. Hann spilaði ekkert í fyrra en sumarið 2023 skoraði hann tíu mörk í átta leikjum í 4. deild 2023. Á sínum tíma lék hann með Víkingi Ólafsvík og Breiðabliki í efstu deild og skoraði þá 14 mörk í 42 leikjum.
Tokic verður 35 ára í sumar, hann er framherji sem hefur skorað 136 mörk í 174 KSÍ leikjum. Hann spilaði ekkert í fyrra en sumarið 2023 skoraði hann tíu mörk í átta leikjum í 4. deild 2023. Á sínum tíma lék hann með Víkingi Ólafsvík og Breiðabliki í efstu deild og skoraði þá 14 mörk í 42 leikjum.
Stokkseyri er í 5. deild og Kristján Freyr Óðinsson er þjálfari liðsins. „Það er ekki oft sem svona signing sjást á Eyrinni fögru og Tokic er virkilega spenntur að klæða sig í nýju svörtu og gylltu treyjuna. Kíktu á leik í sumar á Eyrarfiskvelli og sjáðu króatísk mörk og samba með berum augum," segir í tilkynningu Stokkseyrar.
Þeirri tilkynningu fylgir einnig að Martin Bjarni Guðmundsson, margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum, hafi einnig skrifað undir á Stokkseyri. Martin Bjarni er Selfyssingur sem er í fimleikum hjá Gerplu.
„Martin er virkilega hæfileikaríkur knattspyrnumaður sem mun koma inn með kraft og gæði í liðið okkar. Miklar vonir eru bundnar við Martin og getur hann ekki beðið að reima á sig skóna fyrir sumarið."
Stokkseyri er í B-riðli 5. deildar og hefur leik á mánudaginn þegar liðið heimsækir RB í Nettóhöllina.
5. deild karla - B-riðill
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. BF 108 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
2. KFR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
3. RB | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
4. Spyrnir | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
5. SR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
6. Stokkseyri | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
7. Úlfarnir | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
8. Þorlákur | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir