Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 19:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Isco bjargaði stigi fyrir Betis - Atletico tapaði
Isco
Isco
Mynd: EPA

Real Betis náði í jafntefli gegn Rayo Vallecano eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í spænsku deildinni í kvöld. Jorge de Frutos kom Vallecano yfir og Florian Lejeune bætti öðru markinu við beint úr aukaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks.


Cucho Hernandez minnkaði muninn fyrir Betis og Isco jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu og tryggði liðinu stig.

Atletico Madrid er ekki öruggt með 3. sæti deildarinnar eftir tap gegn Osasuna í kvöld. Atletico er í 3. sæti með 70 stig þegar tvær umferðir eru eftir en Bilbao er í 4. sæti með 64 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir.

Rayo Vallecano og Osasuna berjast um Evrópusæti en Vallecano er í 8. sæti með 48 stig en Osasuna í 9. sæti með jafn mörg stig.

Osasuna 2 - 0 Atletico Madrid
1-0 Alejandro Catena ('25 )
2-0 Ante Budimir ('82 )

Rayo Vallecano 2 - 2 Betis
1-0 Jorge De Frutos Sebastian ('37 )
2-0 Florian Lejeune ('45 )
2-1 Cucho Hernandez ('51 )
2-2 Alarcon Isco ('61 , víti)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 36 27 4 5 97 36 +61 85
2 Real Madrid 36 24 6 6 74 38 +36 78
3 Atletico Madrid 36 20 10 6 60 29 +31 70
4 Athletic 36 18 13 5 53 26 +27 67
5 Villarreal 36 18 10 8 64 47 +17 64
6 Betis 36 16 11 9 55 45 +10 59
7 Celta 36 15 7 14 56 54 +2 52
8 Osasuna 36 11 15 10 45 51 -6 48
9 Vallecano 36 12 12 12 39 44 -5 48
10 Mallorca 36 13 8 15 34 42 -8 47
11 Valencia 36 11 12 13 43 52 -9 45
12 Real Sociedad 36 12 7 17 32 42 -10 43
13 Sevilla 36 10 11 15 40 49 -9 41
14 Girona 36 11 8 17 42 53 -11 41
15 Getafe 36 10 9 17 31 36 -5 39
16 Espanyol 36 10 9 17 38 49 -11 39
17 Alaves 36 9 11 16 36 47 -11 38
18 Leganes 36 7 13 16 35 56 -21 34
19 Las Palmas 36 8 8 20 40 58 -18 32
20 Valladolid 36 4 4 28 26 86 -60 16
Athugasemdir
banner
banner