Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Falldraugurinn eltir Jóa Berg - Brynjar Ingi lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Falldraugurinn eltir Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í Al-Orobah en liðið tapaði gegn Al-Khaleej í sádí arabísku deildinni í kvöld.

Al-Orobah komst yfir snemma leiks en Al-Khaleej jafnaði metin úr vítaspyrnu og komst yfir þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Al-Orobah kom boltanum í netið seint í uppbótatíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Jóhann Berg lék allan leikinn en Al-Orobah er tveimur stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Brynjar Ingi Bjarnason var í byrjunarliðinu og Viðar Ari Jónsson kom inn á 76. mínútu þegar HamKam gerði 1-1 jafntefli gegn Valerenga í norsku deildiinni. Brynjar Ingi lagði upp mark HamKam. Liðið er í 14. sæti með fimm stig eftir sjö umferðir.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF þegar liðið tapaði 2-0 gegn Nordsjælland í dönsku deildinni. Hinn 17 ára gamli Tómas Óli Kristjánsson sat á bekknum. Liðið er í 6. sæti með 40 stig fyrir lokaumferðina en liðið fer ekki ofar.
Athugasemdir
banner