Jamie Vardy spilar a sunnudag kveðjuleik sinn með Leicester Cty. Það verður 500. leikur Vardy með Leicester og ef hann kemst á blað verður það hans 200. mark fyrir félagið.
Hann mun ekki spila í lokaumferðinni, leikurinn á King Power leikvanginum verður hans síðasti og verður hann með fyrirliðabandið eins og hann er vanur.
Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, svaraði spurningum fréttamanna í dag.
Hann mun ekki spila í lokaumferðinni, leikurinn á King Power leikvanginum verður hans síðasti og verður hann með fyrirliðabandið eins og hann er vanur.
Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, svaraði spurningum fréttamanna í dag.
„Þegar þú sérð fjölda leikja sem hann hefur spilað á stærsta sviðinu, það er stærsta afrekið. Þegar þú hefur spilað 13 tímabil á þessu getustigi, kominn að 500 leikjum, 200 mörkum, það segir allt. Viðmiðið sem þú setur sjálfum þér, hvernig þú lifir lífinu í kringum fótboltann og hverni g þú stendur þig."
„Þegar horft er í bikarana sem hann hefur unnið, einstaklingsafrekin. Þetta er allur pakkinn fyrir einn af þeim bestu."
„Það eru margar tölur að koma saman þegar hann spilar leikinn, en eins og ég þekki hann þá mun hann hugsa um að gera sitt besta og reyna vinna leikinn. Það er það sem hann mun hugsa um, það er markmiðið. Ef það næst með marki hjá honum, eða stoðsendingu, þannig hugsar hann þetta.
„Auðvitað mun hann leiða liðið út á sunnudag. Það er mikilvægt að undirbúa leikinn eins og vaninn er. Við munum undirbúa liðið eins vel og hægt er og restin er undir honum komið að vera tilbúinn fyrir það," sagði van Nistelrooy.
Hollendingurinn segir að Vardy vilji halda áfram að spila þó að hann verði ekki áfram hjá Leicester. Vardy er 38 ára Englendingur sem byrjaði í utandeildinni en kom til Leicester árið 2012 og vann þar bæði úrvalsdeildina og enska bikarinn. Þá náði hann að spila 26 landsleiki og skora sjö mörk í ensku treyjunni. Mögnuð saga hjá mögnuðum leikmanni.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Chelsea | 37 | 19 | 9 | 9 | 63 | 43 | +20 | 66 |
5 | Aston Villa | 37 | 19 | 9 | 9 | 58 | 49 | +9 | 66 |
6 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 37 | 10 | 9 | 18 | 42 | 54 | -12 | 39 |
17 | Tottenham | 37 | 11 | 5 | 21 | 63 | 61 | +2 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir