Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Rautt spjald og sex mörk í sigri Fram gegn bikarmeisturunum
Úr viðureign KA og Fram.
Úr viðureign KA og Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA 2 - 4 Fram
0-0 Israel Garcia Moreno ('3 , misnotað víti)
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('8 )
1-1 Róbert Hauksson ('21 )
1-2 Róbert Hauksson ('34 )
1-3 Kyle Douglas Mc Lagan ('43 )
2-3 Birgir Baldvinsson ('53 )
2-4 Hans Viktor Guðmundsson ('58 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Guðmundur Magnússon , Fram ('90) Lestu um leikinn


Fram er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á ríkjandi bikarmeisturum KA á Akureyri í kvöld.

Það dró til tíðinda strax í upphafi leiks þegar Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, braut á Róberti Haukssyni og vítaspyrna dæmd. Israel Garcia fór á punktinn en Stubbur sá við honum.

KA komst yfir stuttu síðara þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði með hjólhestaspyrnu. Róbert jafnaði metin þegar hann komst einn gegn Stubb og skoraði af öryggi.

Róbert bætti síðan sínu öðru marki við og öðru marki Fram. Það var síðan Kyle McLagan sem skoraði glæsilegt mark undir lok fyrri hálfleiks, staðan 3-1 fyrir gestina í hálfleik.

Birgir Baldvinsson kom inn á undir lok fyrri hálfleiksins og hann minnkaði muninn fyrir KA þegar Viktor Freyr varði boltann til hliðar og Birgir mætti og setti boltann í netið.

Stuttu síðar gerðu Framarar út um leikinn þegar Hans Viktor Guðmundsson setti boltann í eigið net. Már Ægisson átti sendingu fyrir sem Hans reyndi að hreinsa frá en það fór ekki betur en svo að hann negldi boltanum í eigið net.

Undir lok venjulegs leiktíma fékk Guðmundur Magnússon sitt annað gula spjald og þar með rautt og Framarar voru því manni færri í uppbótatímanum en það kom ekki að sök.


Athugasemdir
banner