Taiwo Awoniyi, framherji Nottingham Forest, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á kviðarholi.
Nígeríski sóknarmaðurinn meiddist illa þegar hann lenti á stönginni í leik gegn Leicester um síðustu helgi. Það hefur skapast mikil umræða eftir atvikið þar sem aðstoðardómarinn lét leikinn halda áfram þrátt fyrir augljósa rangstöðu.
Nígeríski sóknarmaðurinn meiddist illa þegar hann lenti á stönginni í leik gegn Leicester um síðustu helgi. Það hefur skapast mikil umræða eftir atvikið þar sem aðstoðardómarinn lét leikinn halda áfram þrátt fyrir augljósa rangstöðu.
Awoniyi var haldið sofandi eftir fyrri aðgerð á meðan unnið var að því að loka sárinu. Nuno Espirito Santo, stjóri Forest, var spurður út í Awoniyi á fréttamannafundi.
„Aðgerðin gekk vel guði sé lof. Hann er á batavegi en við þurfum að bíða eftir því að læknar leyfi fólki að heimsækja hann. Við erum áhyggjufullir en jákvæðir," sagði Espirito Santo.
„Þetta hefur verið erfitt fyrir alla. Það sem við vitum er að hann þarf að vera á sjúkrahúsinu í fimm daga svo hægt sé að fylgjast með honum. Ég mun heimsækja hann eins fljótt og hægt er. Hann er í góðum höndum, fjölskyldan hans er með honum, hann þarf stuðning fjölskyldunnar."
Espirito Santo vonast til að Awoniyi geti verið í kringum liðið í næstu viku.
Athugasemdir