Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   fös 16. maí 2025 21:52
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, var sjáanlega mjög svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við Fjölni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Fylkir

„Það eru bara vonbrigði að vinna ekki, sagði Árni stuttorður.

„Við bara vorum ekki alveg nógu góðir og hreyfum boltann ekki nógu hratt. Við lágum á þeim síðustu 20-25 mínúturnar, og þeir fóru ekki í sókn. Við fengum vissulega eitt til tvö fín færi, en boltinn vildi bara ekki fara inn. Svo áttum við margar fyrirgjafir og mörg horn, og stundum er þetta bara þannig."

Fylkismenn eru með fimm stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og miðað við væntingar liðsins hefðu þeir viljað að þeir væru með fleiri stig.

„Við erum ekki búnir að tapa sem er jákvætt. Þannig við þurfum bara að snúa þessum jafnteflum upp í sigra. Erum búnir að spila tvo útileiki, ætluðum okkur að sjáfsögðu sigur hér eins og alltaf. Þannig jú það eru pínu vonbrigði."

Guðmundur Tyrfingsson fór af velli meiddur í síðasta leik en það er ekki langt í hann samkvæmt Árna.

„Hann er með í næsta leik. Hann fékk eitthvað í hælinn, eitthvað hælpúða þar eitthvað. Það er bara stuttur tími."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner