Man Utd skoðar aðra kosti - Arsenal heldur áfram að reyna við Gyökers - Calhanoglu á förum frá Inter?
Gummi Kri: Er það ekki svoleiðis sem við viljum hafa þetta?
Tufa um rauða spjaldið: Okk­ur á bekkn­um fannst hann hlaupa á Bjarna og henda sér niður
Jökull: Hefði viljað sjá okkur vera meira 'ruthless' í byrjun leiks
Alli Jói: Er svekktur með sjálfan mig
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Gunnar Heiðar: Eins og við þyrftum að fá mark í andlitið til þess að allir kveiki á sér
Siggi Höskulds: Svekkjandi að ná ekki að halda þetta lengur út eftir að skora
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
banner
   fös 16. maí 2025 21:52
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, var sjáanlega mjög svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við Fjölni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Fylkir

„Það eru bara vonbrigði að vinna ekki, sagði Árni stuttorður.

„Við bara vorum ekki alveg nógu góðir og hreyfum boltann ekki nógu hratt. Við lágum á þeim síðustu 20-25 mínúturnar, og þeir fóru ekki í sókn. Við fengum vissulega eitt til tvö fín færi, en boltinn vildi bara ekki fara inn. Svo áttum við margar fyrirgjafir og mörg horn, og stundum er þetta bara þannig."

Fylkismenn eru með fimm stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og miðað við væntingar liðsins hefðu þeir viljað að þeir væru með fleiri stig.

„Við erum ekki búnir að tapa sem er jákvætt. Þannig við þurfum bara að snúa þessum jafnteflum upp í sigra. Erum búnir að spila tvo útileiki, ætluðum okkur að sjáfsögðu sigur hér eins og alltaf. Þannig jú það eru pínu vonbrigði."

Guðmundur Tyrfingsson fór af velli meiddur í síðasta leik en það er ekki langt í hann samkvæmt Árna.

„Hann er með í næsta leik. Hann fékk eitthvað í hælinn, eitthvað hælpúða þar eitthvað. Það er bara stuttur tími."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner