
Þriðja umferð Lengjudeildar kvenna hófst í kvöld með tveimur leikjum.
ÍBV vann öruggan sigur á Haukum á BIRTU vellinum á Ásvöllum. Allison Patricia Clark náði forystunni fyrir ÍBV eftir rúman stundafjórðung. Embla Harðardóttir bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks.
ÍBV vann öruggan sigur á Haukum á BIRTU vellinum á Ásvöllum. Allison Patricia Clark náði forystunni fyrir ÍBV eftir rúman stundafjórðung. Embla Harðardóttir bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks.
Allison Grace Lowrey skoraði tvennu til að koma ÍBV í 4-0 áður en Allison Clark bætti öðru marki sínu og fimmta marki ÍBV við. Það var síðan Sandra Voitane sem negldi síðasta naglann í kistu Hauka.
Keflavík féll úr Bestu deildinni síðasta sumar en liðið hafði aðeins nælt í eitt stig í fyrstu tveimur leikjunum. Liðið nældi í sinn fyrsta sigur í kvöld þegar liðið vann dramatískan sigur á Aftureldingu.
Haukar 0 - 6 ÍBV
0-1 Allison Patricia Clark ('17 )
0-2 Embla Harðardóttir ('45 )
0-3 Allison Grace Lowrey ('55 )
0-4 Allison Grace Lowrey ('61 )
0-5 Allison Patricia Clark ('75 )
0-6 Sandra Voitane ('87 )
Afturelding 1 - 2 Keflavík
1-0 Marem Ndiongue ('50 )
1-1 Emma Kelsey Starr ('60 )
1-2 Kamilla Huld Jónsdóttir ('89 )
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. HK | 6 | 5 | 0 | 1 | 16 - 7 | +9 | 15 |
2. ÍBV | 6 | 4 | 1 | 1 | 25 - 4 | +21 | 13 |
3. Grindavík/Njarðvík | 6 | 4 | 1 | 1 | 13 - 9 | +4 | 13 |
4. KR | 6 | 3 | 1 | 2 | 14 - 15 | -1 | 10 |
5. Grótta | 6 | 3 | 0 | 3 | 14 - 12 | +2 | 9 |
6. Keflavík | 6 | 1 | 3 | 2 | 7 - 8 | -1 | 6 |
7. Fylkir | 6 | 2 | 0 | 4 | 8 - 12 | -4 | 6 |
8. Haukar | 6 | 2 | 0 | 4 | 6 - 16 | -10 | 6 |
9. ÍA | 6 | 1 | 2 | 3 | 7 - 12 | -5 | 5 |
10. Afturelding | 6 | 1 | 0 | 5 | 3 - 18 | -15 | 3 |
Athugasemdir