
Kristall Máni Ingason, leikmaður Sönderjyske og helmingur Húbbabúbba tvíeykisins, skýtur á FH-inga á samfélagsmiðlinum X.
„FH gat ekki notað Arnór Borg, eru frekar bara með Halla og Ladda frammi," skrifar Kristall og með fylgir hláturskall sem er grenjandi úr hlátri.
Sóknarmaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen var ekki í stóru hlutverki hjá FH í byrjun móts og var í gluggalok lánaður til Vestra sem hefur forkaupsrétt á honum.
Arnór skoraði í 2-0 sigri gegn Aftureldingu í Bestu deildinni í sínum fyrsta leik og lagði svo upp mark í bikarleik gegn Breiðabliki sem er langt kominn. Vestri er að vinna 2-1 og komið í uppbótartíma þegar þessi frétt er skrifuð.
Á meðan Vestri er við topp Bestu deildarinnar er FH í ellefta sæti og auk þess úr leik í bikarnum.
„FH gat ekki notað Arnór Borg, eru frekar bara með Halla og Ladda frammi," skrifar Kristall og með fylgir hláturskall sem er grenjandi úr hlátri.
Sóknarmaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen var ekki í stóru hlutverki hjá FH í byrjun móts og var í gluggalok lánaður til Vestra sem hefur forkaupsrétt á honum.
Arnór skoraði í 2-0 sigri gegn Aftureldingu í Bestu deildinni í sínum fyrsta leik og lagði svo upp mark í bikarleik gegn Breiðabliki sem er langt kominn. Vestri er að vinna 2-1 og komið í uppbótartíma þegar þessi frétt er skrifuð.
Á meðan Vestri er við topp Bestu deildarinnar er FH í ellefta sæti og auk þess úr leik í bikarnum.
FH gat ekki notað Arnór Borg???? eru frekar bara með Halla og Ladda frammi
— Kristall Máni Ingason (@KristallMani) May 15, 2025
Athugasemdir