Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 22:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea á heima í Meistaradeildinni - „Erum að búa til eitthvað sérstakt"
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Chelsea er í 4. sæti úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir en liðið vann Man Utd í kvöld.

Marc Cucurella skoraði eina mark leiksins með skalla og Reece James lagði markið upp.

„Þetta félag á heima í Meistaradeildinni. Fólk hefur gaman af því að afskrifa okkur og kalla okkur unga en þetta var reynslumikið Manchester United lið og við gerðum það sem þurfti til að ná í stigin þrjú," sagði James.

„Það er mjög mikilvægt að spila í Meistaradeildinni, hægt og rólega erum við að búa til eitthvað sérstakt og nú höfum við aðeins tvo leiki til að klára það," sagði Cucurella.
Athugasemdir
banner
banner