
„Mér fannst leikurinn mjög góður. Við spiluðum hann rosalega vel. Við komum með gott leikplan inn í leikinn og það gekk upp," segir Þórdís Elva Ágústsdóttir, leikmaður Þróttar, sem var best í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Fyrir það fær hún verðlaun frá Fótbolta.net. og Mjólkursamsölunni.
Þórdís Elva, sem er nýkomin heim úr atvinnumennsku, hefur verið vel af stað á tímabilinu með Þrótti en hún átti sinn besta leik í sumar þegar hún skoraði þrennu í 6-3 sigri á Víkingum.
Þórdís Elva, sem er nýkomin heim úr atvinnumennsku, hefur verið vel af stað á tímabilinu með Þrótti en hún átti sinn besta leik í sumar þegar hún skoraði þrennu í 6-3 sigri á Víkingum.
„Þetta er örugglega fyrsta þrennan mín. Ég held það," sagði Þórdís Elva.
„Þetta datt með mér. Liðið var allt geggjað. Ég var að fá geggjaðar sendingar. Boltinn dettur fyrir mig í fyrsta markinu, Katie er með geggjaða sendingu í öðru markinu og svo er þetta bara eitthvað klafs í þriðja. Þetta var að detta fyrir mig."
Þróttur ætlar sér alla leið í bikarnum í sumar.
„Það er geggjað að setja sex mörk í leik, bikarkeppnin er alltaf skemmtileg. Við ætlum alla leið í bikarnum og klárlega að vera í toppbaráttu í deildinni," sagði Þórdís en allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir