
Hákon Arnar Haraldsson verður með fyrirliðabandið í næsta glugga hjá landsliðinu.
Hákon er varafyrirliði og Orri Steinn Óskarsson verður ekki með vegna meiðsla.
Hákon er varafyrirliði og Orri Steinn Óskarsson verður ekki með vegna meiðsla.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, segir að þetta sé frábært tækifæri fyrir Hákon.
„Hann á bara að vera hann sjálfur, ekki apa eftir öðrum fyrirliðum. Hann er leiðtogi í eðli sínu þó hann sé ekki þessi öskurstýpa inn á vellinum. Ekki láta fyrirliðabandið hafa áhrif á þína frammistöðu," sagði Arnar á fréttamannafundi í dag.
„Þetta er gott tækifæri fyrir hann og væntanlega stór stund fyrir hann og hans fjölskyldu."
Athugasemdir