U19 landslið karla mætir Englandi í æfingaleik í næsta mánuði.
KSÍ hefur samið við enska fótboltasambandið um að U19 lið landanna mætist í æfingaleik en leikurinn mun fara fram á St. George's Park þann 6. júní.
KSÍ hefur samið við enska fótboltasambandið um að U19 lið landanna mætist í æfingaleik en leikurinn mun fara fram á St. George's Park þann 6. júní.
St. George's Park er æfingasvæði ensku landsliðanna.
Íslenska liðið lék síðast í milliriðli í undankeppni EM 2025 í mars þar sem liðið tapaði öllum leikjum sínum. England mun keppa á mótinu sem hefst 13. júní og fer fram í Rúmeníu.
Athugasemdir