Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir valið á Herði Björgvini sem er í engu leikformi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon er mættur aftur í A-landsliðið eftir erfið meiðsli. Hann spilaði síðast með liðinu í september 2023, hefur í tvígang meiðst illa en er byrjaður að spila aftur með Panathinaikos.

Hörður er 32 ára örvfættur varnarmaður sem gæti spilað sinn fimmtugasta landsleik í næta mánuði. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, var á fréttamannafundi í dag spurður út í endurkomu Harðar í landsliðið.

Mikið verið talað um varnarlínuna, það hlýtur að vera ánægjulegt að fá Hörð Björgvin aftur inn í þetta?

„Það er líka gott að fá Daníel Leó inn. Þetta eru vinstri fótar menn, þeir eru aðeins meira 'elegant' heldur en hægri fótar menn, það er ekkert flóknara það," segir hinn örvfætti Arnar.

„Það vantaði jafnvægi í síðasta hóp hvað það varðar (hlutfall réttfættra og örvfættra)."

„Hörður Björgvin er búinn að vera mikið meiddur síðustu tvö ár, búinn að æfa vel í mánuð og fékk einhverjar mínútur í síðasta leik. Leikformið er klárlega núll. En hugmyndin með hann, við erum núna með 24 leikmenn en ekki 23, er að gefa honum tækifæri á að kynnast okkar leikstíl. Hann verður vonandi lykilmaður í okkar hóp í haust og þá þarf ekki að byrja þann glugga á að byrja upp á nýtt hvað það varðar. Mögulega fær hann mínútur, vonandi, en við erum líka hugsa til þess að hann sé að læra inn á hvað við stöndum fyrir. Það eru drastískar breytingar frá því að hann var í hópnum síðast. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir báða aðila að kynnast hvor öðrum,"
segir Arnar.
Athugasemdir
banner