Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Lewis-Skelly ekki tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn
Myles Lewis-Skelly.
Myles Lewis-Skelly.
Mynd: EPA
Athygli hefur vakið að Myles Lewis-Skelly, 18 ára leikmaður Arsenal, kemur ekki til greina sem besti ungi leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en tilnefningar voru opinberaðar í gær.

Lewis-Skelly hefur vakið mikla athygli á tímabilinu og var verðlaunaður með sínum fyrstu landsleikjum fyrir England.

Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var valinn besti ungi leikmaðurinn á síðasta ári og gæti unnið verðlaunin aftur. Þessi 23 ára leikmaður er með fimmtán mörk og átta stoðsendingar í 35 leikjum.

Aðrir sem eru tilnefndir eru Ryan Gravenberch (Liverpool), Liam Delap (Ipswich), Anthony Elanga (Nottingham Forest), Dean Huijsen (Bournemouth), Joao Pedro (Brighton), Morgan Rogers (Aston Villa), og William Saliba (Arsenal).


Athugasemdir
banner
banner