
Aron Einar Gunnarsson heldur sæti sínu í landsliðinu þrátt fyrir að hafa átt erfiðan glugga síðast.
Hann byrjaði fyrri leikinn gegn Kosóvó og kom inn á í hálfleik í seinni leiknum. Aron, sem er orðinn 36 ára, átti erfitt uppdráttar í báðum leikjunum en hann var rekinn af velli í þeim seinni.
Hann byrjaði fyrri leikinn gegn Kosóvó og kom inn á í hálfleik í seinni leiknum. Aron, sem er orðinn 36 ára, átti erfitt uppdráttar í báðum leikjunum en hann var rekinn af velli í þeim seinni.
„Ég bý yfir þeim lúxus að geta horft á leikina ansi oft þegar þíð gerið það kannski ekki sjálfir. Hann var flottur fyrstu 60-70 mínúturnar í fyrri leiknum og það dró aðeins af honum þegar leið á. Af hverju var það? Hann var ekki í leikformi. Svo fær hann rauða spjaldið í seinni leiknum," sagði Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.
„Hann fær eitt ár í viðbót í Katar og leikformið mun klárlega lagast. Þetta er leikmaður sem við eigum að hafa í huga þegar alvaran byrjar í haust. Ekki bara vegna hæfileika hans inn á vellinum, heldur líka það sem hann gerir utan vallar."
Arnar talaði um það á fundinum að sumargluggar væru erfiðir þar sem leikmenn væru stundum komnir með strandarlífið í hugann en hann vænti þess af Aroni að sýna gott fordæmi fyrir aðra leikmenn í þessum glugga.
Athugasemdir