ÍA hefur lent í miklu basli í upphafi móts eftir frábært tímabil í fyrra. Liðið er aðeins með sex stig í Bestu deildinni og féll úr leik í Mjólkurbikarnum í vikunni.
Liðið fékk Aftureldingu í heimsókn í Mjólkurbikarnum á miðvikudaginn þar sem gestirnir unnu 1-0 sigur.
Liðið fékk Aftureldingu í heimsókn í Mjólkurbikarnum á miðvikudaginn þar sem gestirnir unnu 1-0 sigur.
Hinrik Harðarson var frábær fyrir liðið síðasta sumar en hann var seldur til Odd í Noregi í vetur. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var spurður að því eftir leikinn á miðvikudaginn hvort Hinrik hafi verið svona mikilvægur liðinu.
„Auðvitað var Hinrik stór póstur í okkar liði og gerði virkilega vel í fyrra og bætti sig mikið í vetur þar af auki. Það er ekkert stóri munurinn á okkar liði. Johannes Vall og Steinar (Þorsteinsson) eru ekki með og fleiri eru haltrandi í okkar liði," sagði Jón Þór.
„Það reynir á hópinn að koma sér aftur á beinu brautina. Við erum að stórtapa tveimur af undanförnum leikjum og auðvitað er það stórt skarð í sjálfstraustið í liðinu. Þegar lið leika með lítið sjálfstraust þá verða menn þreyttari og þyngri og allt verður erfiðara. Við verðum að koma okkur út úr því og koma okkur aftur á sigurbraut. Ég hef fulla trú á þessum hópi."
Athugasemdir