þri 25. maí 2021 15:06
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Breskasta fótboltaliðið á Íslandi
Lengjudeildin
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja.
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja.
Mynd: Raggi Óla
Íþróttafréttamaðurinn segir að Kórdrengir séu eiginlega bara breskt fótboltalið.

Það spila þrír Bretar með félaginu sem er á sínu fyrsta tímabili í Lengjudeildinni, en það er ekki bara það að sögn Tómasar.

„Kórdrengir eru svo geggjaðir, þetta er náttúrulega bara breskt fótboltalið. Ég er ekki að segja þetta af því að þeir eru komnir með Breta, það gerir þetta bara enn breskara," sagði Tómas í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Þessi rútumenning - þeir eiga sína eigin rútu - og eru alltaf hressir og kátir. Svo í gær (á föstudag) taka þeir lagið inn í klefa og þetta er allt bara í beinni á Kórdrengir Instagram sem er mjög gaman að fylgjast með á leikdegi."

„Svo þegar byrjað er að kitla heiladingulinn á heimleiðinni, þá eru menn farnir að henda sjálfir á Instagram sem er hið besta mál því það er hrikalega gaman. Þá eru þeir að taka Oasis í rútunni á leiðinni heim, menn eru bara korter í að fara að sofa það er svo gaman hjá þeim. Eina sem vantar er að þeir stoppi í einhverri 'fish & chips shop', hlaupi út og kaupi sér fisk og franskar með þessum bjór sem þeir eru að drekka."

„Ég veit ekki hvort það sé skemmtilegra að vera í neinu fótboltaliði á Íslandi þegar vel gengur," sagði Tómas og bætti Elvar Geir við:

„Lengjudeildin er líka bara partýdeild, það er ekkert hraðmót þar. Næsti leikur hjá Kórdrengjum er á föstudaginn."

„Þetta er líka bara flott... ég hrósa þessari stemningu í hástert," sagði Tómas. „Þetta er breskasta fótboltaliðið á Íslandi í dag."

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenskt boltahlaðborð með Gulla Jóns
Athugasemdir
banner
banner