Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júlí 2022 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal reyndi að stela Raphinha
Mynd: EPA

Edu er yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal sem hefur verið virkt á leikmannamarkaðinum í sumar og eytt mest allra úrvalsdeildarfélaga.


Edu svaraði spurningum í viðtali í dag og viðurkenndi meðal annars að Arsenal hafi reynt að stela Raphinha en brasilíski kantmaðurinn þráði ekkert heitar en að ganga í raðir Barcelona.

„Ég ræddi við Deco en hann sagði mér að Barcelona væri í algjörum forgangi hjá Raphinha. Við gætum keypt fleiri leikmenn í sumar," sagði Edu meðal annars, en Arsenal er búið að borga meira en 120 milljónir punda fyrir fimm leikmenn í sumar - Gabriel Jesus, Oleksandr Zinchenko, Fabio Vieira, Marquinhos og Matt Turner.

Edu var svo spurður út í samstarfið við Mikel Arteta knattspyrnustjóra.

„Ég mun aldrei kaupa leikmann til félagsins sem Arteta er ekki búinn að samþykkja. Við náum afar vel saman."


Athugasemdir
banner
banner