Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 25. ágúst 2019 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher segir City og Liverpool langbest - Neville hrósar Arsenal
Jamie Carragher, fyrrum varnarjaxl Liverpool, og Gary Neville, fyrrum hægri bakvörður Manchester United, eru vinsælir sérfræðingar um ensku úrvalsdeildina. Þeir starfa saman hjá Sky Sports og unnu í kringum útsendinguna frá leik Liverpool og Arsenal í gær.

Leikurinn fór 3-1 fyrir Liverpool á heimavelli sínum, Anfield.

Jamie Carragher segir mikinn gæðamun vera þegar sex stærstu félögin eru skoðuð.

Manchester City og Liverpool séu langt á undan Tottenham, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Carragher talaði um ótrúlega yfirburði City liðsins gegn Tottenham fyrir viku síðan (leikurinn endaði þó með 2-2 jafntefli) og leikurinn í gær hafi ýtt undir þessa skoðun hans.

„Leikirnir sýna að CIty og Liverpool eru langt á undan hinum liðunum. Tottenham og Arsenal hafa komið í heimsókn og verið yfirspiluð. Það lítur út fyrir að sama bil sé á þessum liðum og hinum eins og á síðustu leiktið."

Carragher og Neville hrósuðu þó Arsenal í leiknum og sáu jákvæða hluti frá Skyttunum.

„Mér fannst Arsenal góðir í fyrri hálfleiknum. Þeir héldu gegn pressu Liverpool en í seinni hálfleik átti liðið ekki séns," sagði Carragher.

Neville tók í svipaðan streng og gekk aðeins lengra í hrósinu.

„Þessi frammistaða Arsenal mun vinna marga útileiki fyrir þá, liðið spilaði þó betur í 4-3-3- heldur í demantamiðjunni sem liðið byrjaði í. Ég sá hluti frá Arsenal sem mér líst vel á, þeir gáfu allt í leikinn í dag," sagði Neville á Sky Sports í gær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner