Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 25. ágúst 2024 19:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri heimsóttu Valsmenn í dag á N1 völlinn þegar 20.umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. 

Vestri eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild og byrjaði þetta ekki gæfulega fyrir gestina sem spiluðu leikinn einum færri nánast allan leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Mitt lið barðist allt til enda og voru að reyna ná stigi úr þessu alveg fram á 90. mínútu og manni færri með uppbót í 90 mínútur og það er bara erfitt." Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tapið í dag.

Vestri urðu einum manni færri strax á 5. mínútu leiksins þegar Gustav Kjeldsen fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Albin Skoglund sem var að sleppa einn í gegn. 

„Auðvitað er það gríðarlegt högg en mér fannst ekki sjá á Vestraliðinu. Vestraliðið virtist aldrei gefast upp í þessum leik og það er það sem skiptir máli í þessum leik. Það skiptir máli hvernig þú tapar og mér fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er." 

„Mér fannst þetta rauða spjald hrikalega ódýrt. Mér fannst varnarmaðurinn minn búin að taka sér stöðu og bara galin ákvöðrun en það er oft þannig að sumir aðilar vilja fá að vera í sviðsljósinu og því miður er það bara þannig og við verðum að fá að kyngja því." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner