Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 25. ágúst 2024 19:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri heimsóttu Valsmenn í dag á N1 völlinn þegar 20.umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. 

Vestri eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild og byrjaði þetta ekki gæfulega fyrir gestina sem spiluðu leikinn einum færri nánast allan leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Mitt lið barðist allt til enda og voru að reyna ná stigi úr þessu alveg fram á 90. mínútu og manni færri með uppbót í 90 mínútur og það er bara erfitt." Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tapið í dag.

Vestri urðu einum manni færri strax á 5. mínútu leiksins þegar Gustav Kjeldsen fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Albin Skoglund sem var að sleppa einn í gegn. 

„Auðvitað er það gríðarlegt högg en mér fannst ekki sjá á Vestraliðinu. Vestraliðið virtist aldrei gefast upp í þessum leik og það er það sem skiptir máli í þessum leik. Það skiptir máli hvernig þú tapar og mér fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er." 

„Mér fannst þetta rauða spjald hrikalega ódýrt. Mér fannst varnarmaðurinn minn búin að taka sér stöðu og bara galin ákvöðrun en það er oft þannig að sumir aðilar vilja fá að vera í sviðsljósinu og því miður er það bara þannig og við verðum að fá að kyngja því." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner