Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 25. ágúst 2024 19:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri heimsóttu Valsmenn í dag á N1 völlinn þegar 20.umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. 

Vestri eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild og byrjaði þetta ekki gæfulega fyrir gestina sem spiluðu leikinn einum færri nánast allan leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Vestri

„Mitt lið barðist allt til enda og voru að reyna ná stigi úr þessu alveg fram á 90. mínútu og manni færri með uppbót í 90 mínútur og það er bara erfitt." Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir tapið í dag.

Vestri urðu einum manni færri strax á 5. mínútu leiksins þegar Gustav Kjeldsen fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Albin Skoglund sem var að sleppa einn í gegn. 

„Auðvitað er það gríðarlegt högg en mér fannst ekki sjá á Vestraliðinu. Vestraliðið virtist aldrei gefast upp í þessum leik og það er það sem skiptir máli í þessum leik. Það skiptir máli hvernig þú tapar og mér fannst við tapa þessum leik á eins jákvæðan hátt og hægt er." 

„Mér fannst þetta rauða spjald hrikalega ódýrt. Mér fannst varnarmaðurinn minn búin að taka sér stöðu og bara galin ákvöðrun en það er oft þannig að sumir aðilar vilja fá að vera í sviðsljósinu og því miður er það bara þannig og við verðum að fá að kyngja því." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner