Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
banner
   mán 25. september 2023 22:11
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
watermark Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks fagnar þriðja markinu í kvöld.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks fagnar þriðja markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram. 

Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Ég er bara mjög sáttur með sigurinn og mjög ánægður með frammistöðuna. Þetta er dýrmætur sigur fyrir okkur, við erum í harðri baráttu um evrópusæti og þurftum líka bara á því að halda að sýna góða frammistöðu í deildinni en það er svolítið síðan við gerðum það."

„Við höfum ekki verið að tengja saman góða leiki í deild og evrópu þannig það var gaman að sjá það gerast í kvöld." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik.

„Stjarnan er á góði skriði og FH eru búnir að vinna okkur tvisvar og KR-ingarnir eru í góðum gír og öll þessi lið eru einhvernveginn með meðbyr þannig mjög dýrmætt og líka bara dýrmætt fyrir okkur að sýna fyrir sjálfum okkur að við getum ennþá dregið og hækkað og verið með hátt orkustig í deildinni og það er bara svolítið síðan að það var og alltof lang og við skulduðum þessa frammistöðu." 

Arnar Gunnlaugsson nefndi fyrir leik í dag að Blikar væru búnir að tapa fleirri leikjum í sumar en Víkingar hafa gert síðustu 3 ár. 

„Partur af mer langar ekkert til að taka þátt í þessum sandkassaleik sem hann er að búa til, þessum barnalegu samanburði en ég get bara sagt að mér finnst rosa mikið snúast um hjá Víkingum og Arnari að telja tilta og láta vita hvað þeir eru búnir að vinna marga leiki og hvað þeir eru búnir að vinna marga titla sem að þeir þurfa ekkert að gera, þetta er flott lið en það er oft þannig að það er smá sérstakt hvað menn tala mikið um það að þeir séu eitt af bestu liðum sögunnar og hvað þeir eru búnir að vinna marga titla því það vita það allir og þarf ekki að segja það en þeir sem þurfa að segja hlutina svona oft að þá er kannski eitthvað annað að hrjá þá en þetta er bara eins og það er." 

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 21 3 3 76 - 30 +46 66
2.    Valur 27 17 4 6 66 - 35 +31 55
3.    Stjarnan 27 14 4 9 55 - 29 +26 46
4.    Breiðablik 27 12 5 10 52 - 49 +3 41
5.    FH 27 12 4 11 49 - 54 -5 40
6.    KR 27 10 7 10 38 - 48 -10 37
Athugasemdir
banner
banner
banner