Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
   mán 25. september 2023 22:11
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks fagnar þriðja markinu í kvöld.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks fagnar þriðja markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram. 

Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Ég er bara mjög sáttur með sigurinn og mjög ánægður með frammistöðuna. Þetta er dýrmætur sigur fyrir okkur, við erum í harðri baráttu um evrópusæti og þurftum líka bara á því að halda að sýna góða frammistöðu í deildinni en það er svolítið síðan við gerðum það."

„Við höfum ekki verið að tengja saman góða leiki í deild og evrópu þannig það var gaman að sjá það gerast í kvöld." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik.

„Stjarnan er á góði skriði og FH eru búnir að vinna okkur tvisvar og KR-ingarnir eru í góðum gír og öll þessi lið eru einhvernveginn með meðbyr þannig mjög dýrmætt og líka bara dýrmætt fyrir okkur að sýna fyrir sjálfum okkur að við getum ennþá dregið og hækkað og verið með hátt orkustig í deildinni og það er bara svolítið síðan að það var og alltof lang og við skulduðum þessa frammistöðu." 

Arnar Gunnlaugsson nefndi fyrir leik í dag að Blikar væru búnir að tapa fleirri leikjum í sumar en Víkingar hafa gert síðustu 3 ár. 

„Partur af mer langar ekkert til að taka þátt í þessum sandkassaleik sem hann er að búa til, þessum barnalegu samanburði en ég get bara sagt að mér finnst rosa mikið snúast um hjá Víkingum og Arnari að telja tilta og láta vita hvað þeir eru búnir að vinna marga leiki og hvað þeir eru búnir að vinna marga titla sem að þeir þurfa ekkert að gera, þetta er flott lið en það er oft þannig að það er smá sérstakt hvað menn tala mikið um það að þeir séu eitt af bestu liðum sögunnar og hvað þeir eru búnir að vinna marga titla því það vita það allir og þarf ekki að segja það en þeir sem þurfa að segja hlutina svona oft að þá er kannski eitthvað annað að hrjá þá en þetta er bara eins og það er." 

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner