Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
banner
   mán 25. september 2023 22:11
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks fagnar þriðja markinu í kvöld.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks fagnar þriðja markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram. 

Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Ég er bara mjög sáttur með sigurinn og mjög ánægður með frammistöðuna. Þetta er dýrmætur sigur fyrir okkur, við erum í harðri baráttu um evrópusæti og þurftum líka bara á því að halda að sýna góða frammistöðu í deildinni en það er svolítið síðan við gerðum það."

„Við höfum ekki verið að tengja saman góða leiki í deild og evrópu þannig það var gaman að sjá það gerast í kvöld." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik.

„Stjarnan er á góði skriði og FH eru búnir að vinna okkur tvisvar og KR-ingarnir eru í góðum gír og öll þessi lið eru einhvernveginn með meðbyr þannig mjög dýrmætt og líka bara dýrmætt fyrir okkur að sýna fyrir sjálfum okkur að við getum ennþá dregið og hækkað og verið með hátt orkustig í deildinni og það er bara svolítið síðan að það var og alltof lang og við skulduðum þessa frammistöðu." 

Arnar Gunnlaugsson nefndi fyrir leik í dag að Blikar væru búnir að tapa fleirri leikjum í sumar en Víkingar hafa gert síðustu 3 ár. 

„Partur af mer langar ekkert til að taka þátt í þessum sandkassaleik sem hann er að búa til, þessum barnalegu samanburði en ég get bara sagt að mér finnst rosa mikið snúast um hjá Víkingum og Arnari að telja tilta og láta vita hvað þeir eru búnir að vinna marga leiki og hvað þeir eru búnir að vinna marga titla sem að þeir þurfa ekkert að gera, þetta er flott lið en það er oft þannig að það er smá sérstakt hvað menn tala mikið um það að þeir séu eitt af bestu liðum sögunnar og hvað þeir eru búnir að vinna marga titla því það vita það allir og þarf ekki að segja það en þeir sem þurfa að segja hlutina svona oft að þá er kannski eitthvað annað að hrjá þá en þetta er bara eins og það er." 

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner