Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mán 25. september 2023 22:11
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks fagnar þriðja markinu í kvöld.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks fagnar þriðja markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram. 

Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Ég er bara mjög sáttur með sigurinn og mjög ánægður með frammistöðuna. Þetta er dýrmætur sigur fyrir okkur, við erum í harðri baráttu um evrópusæti og þurftum líka bara á því að halda að sýna góða frammistöðu í deildinni en það er svolítið síðan við gerðum það."

„Við höfum ekki verið að tengja saman góða leiki í deild og evrópu þannig það var gaman að sjá það gerast í kvöld." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik.

„Stjarnan er á góði skriði og FH eru búnir að vinna okkur tvisvar og KR-ingarnir eru í góðum gír og öll þessi lið eru einhvernveginn með meðbyr þannig mjög dýrmætt og líka bara dýrmætt fyrir okkur að sýna fyrir sjálfum okkur að við getum ennþá dregið og hækkað og verið með hátt orkustig í deildinni og það er bara svolítið síðan að það var og alltof lang og við skulduðum þessa frammistöðu." 

Arnar Gunnlaugsson nefndi fyrir leik í dag að Blikar væru búnir að tapa fleirri leikjum í sumar en Víkingar hafa gert síðustu 3 ár. 

„Partur af mer langar ekkert til að taka þátt í þessum sandkassaleik sem hann er að búa til, þessum barnalegu samanburði en ég get bara sagt að mér finnst rosa mikið snúast um hjá Víkingum og Arnari að telja tilta og láta vita hvað þeir eru búnir að vinna marga leiki og hvað þeir eru búnir að vinna marga titla sem að þeir þurfa ekkert að gera, þetta er flott lið en það er oft þannig að það er smá sérstakt hvað menn tala mikið um það að þeir séu eitt af bestu liðum sögunnar og hvað þeir eru búnir að vinna marga titla því það vita það allir og þarf ekki að segja það en þeir sem þurfa að segja hlutina svona oft að þá er kannski eitthvað annað að hrjá þá en þetta er bara eins og það er." 

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner