Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   mán 25. september 2023 22:11
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks fagnar þriðja markinu í kvöld.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks fagnar þriðja markinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nýkrýndum Íslands-og bikarmeisturum Víkinga í kvöld á Kópavogsvelli þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar fór fram. 

Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Ég er bara mjög sáttur með sigurinn og mjög ánægður með frammistöðuna. Þetta er dýrmætur sigur fyrir okkur, við erum í harðri baráttu um evrópusæti og þurftum líka bara á því að halda að sýna góða frammistöðu í deildinni en það er svolítið síðan við gerðum það."

„Við höfum ekki verið að tengja saman góða leiki í deild og evrópu þannig það var gaman að sjá það gerast í kvöld." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leik.

„Stjarnan er á góði skriði og FH eru búnir að vinna okkur tvisvar og KR-ingarnir eru í góðum gír og öll þessi lið eru einhvernveginn með meðbyr þannig mjög dýrmætt og líka bara dýrmætt fyrir okkur að sýna fyrir sjálfum okkur að við getum ennþá dregið og hækkað og verið með hátt orkustig í deildinni og það er bara svolítið síðan að það var og alltof lang og við skulduðum þessa frammistöðu." 

Arnar Gunnlaugsson nefndi fyrir leik í dag að Blikar væru búnir að tapa fleirri leikjum í sumar en Víkingar hafa gert síðustu 3 ár. 

„Partur af mer langar ekkert til að taka þátt í þessum sandkassaleik sem hann er að búa til, þessum barnalegu samanburði en ég get bara sagt að mér finnst rosa mikið snúast um hjá Víkingum og Arnari að telja tilta og láta vita hvað þeir eru búnir að vinna marga leiki og hvað þeir eru búnir að vinna marga titla sem að þeir þurfa ekkert að gera, þetta er flott lið en það er oft þannig að það er smá sérstakt hvað menn tala mikið um það að þeir séu eitt af bestu liðum sögunnar og hvað þeir eru búnir að vinna marga titla því það vita það allir og þarf ekki að segja það en þeir sem þurfa að segja hlutina svona oft að þá er kannski eitthvað annað að hrjá þá en þetta er bara eins og það er." 

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner