Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. október 2020 17:22
Ívan Guðjón Baldursson
Tryggvi Hrafn skoraði í fyrsta leik - Stórsigrar í Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Tryggvi Hrafn Haraldsson byrjaði af krafti hjá Lilleström og skoraði glæsilegt mark í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Lilleström lagði Sandnes Ulf að velli í norsku B-deildinni í dag og kom sér upp í annað sætið með sigrinum. Þar er liðið fjórum stigum eftir toppliði Tromsö en með leik til góða.

Tryggvi Hrafn skoraði í stöðunni 1-1 og komust heimamenn í 4-1 áður en gestirnir náðu að minnka muninn.

Lilleström 4 - 2 Sandnes Ulf
1-0 F. Krogstad ('13)
1-1 K. Eriksen ('16)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('25)
3-1 K. Kairinen ('26)
4-1 T. Olsen ('47)
4-2 Landu-Landu ('69)

Í Belgíu spilaði Aron Sigurðarson fyrstu 52 mínúturnar í stórsigri St. Gilloise gegn varaliði Club Brugge í B-deild belgíska boltans.

Aroni var skipt útaf í stöðunni 2-0 en lokatölur urðu 6-0 og er St. Gilloise á toppi deildarinnar, með 17 stig eftir 8 umferðir.

Í efstu deild hafði Oostende betur gegn Waregem. Ari Freyr Skúlason sat á bekknum allan leikinn.

Oostende hefur verið að gera góða hluti að undanförnu og er búið að vinna fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Liðið er með 15 stig eftir 9 umferðir.

St. Gilloise 6 - 0 Club Brugge U23

Oostende 3 - 0 Waregem
Athugasemdir
banner
banner
banner