Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 25. október 2023 15:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möguleiki á því að tólf stig verði tekin af Everton
Everton gæti átt yfir höfði sér stóra refsingu fyrir brot á fjármálareglum.

Fram kemur á Telegraph að Everton hafi tapað alltof háum fjárhæðum á síðustu þremur árum og það sé sérstök nefnd að fara yfir málið þessa stundina.

Ef það kemur í ljós að Everton braut reglurnar, þá gæti farið svo að tólf stig verði tekin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Búist er við því að nefndin muni skila sinni niðurstöðu fyrir árslok.

Everton hefur ekki farið sérlega vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en liðið er sem stendur í 16. sæti með sjö stig eftir níu leiki spilaða.
Athugasemdir
banner
banner
banner