Ísland tapaði 3-1 gegn Bandaríkjunum í vináttulandsleik síðastliðna nótt. Þrátt fyrir að tap hafi verið niðurstaðan þá var margt jákvætt í leik íslenska liðsins.
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Íslands og hún vakti athygli á sér í leiknum gegn besta landsliði heims.
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Íslands og hún vakti athygli á sér í leiknum gegn besta landsliði heims.
Íþróttafréttakonan Claire Watkins hreifst af Sveindísi og deildi skoðun sinni með 24 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum X.
„Á síðustu árum hef ég notið þess að sjá Bandaríkin berjast við Ísland, sem hreyfir boltann hratt og nær að jafna út líkamlegan styrk bandaríska liðsins," sagði Watkins og bætti svo við:
„Sveindís Jane Jónsdóttir er þá leikmaður sem er að komast í heimsklassa."
In recent years I’ve actually really enjoyed USWNT battles with Iceland, they move the ball quickly and they can hang with the US’s physicality, and Sveindís Jónsdóttir is an emerging world class player
— Claire Watkins (@ScoutRipley) October 25, 2024
Athugasemdir