
Það er ólíklegt að Neymar muni koma meira við sögu í riðlakeppni heimsmeistaramótsins.
Neymar fór meiddur af velli í gær þegar Brasilía vann 2-0 sigur gegn Serbíu í fyrsta leik sínum á HM.
Neymar var með tárin í augunum út af meiðslunum en það snerist illa upp á ökkla hans.
Stórstjarnan fór í frekari skoðun í dag og núna er það ljóst að hann mun missa af næsta leik á móti Sviss. Það er ólíklegt að hann muni spila meira í riðlakeppninni en það er vonast til þess að hann geti leikið meira á mótinu þó það sé ekkert staðfest í þeim efnum.
Sjá einnig:
Sjáðu hvernig ökkli Neymar leit út í gær
Athugasemdir