fös 25. nóvember 2022 10:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist ekki hafa verið að sýna Ronaldo vanvirðingu
Bukari fagnar marki sínu.
Bukari fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Úr leik Gana og Portúgal.
Úr leik Gana og Portúgal.
Mynd: EPA
Ronaldo í leiknum í gær.
Ronaldo í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var á skotskónum í gær þegar Portúgal vann sigur gegn Gana í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í gær.

Ronaldo kom Portúgölum yfir úr vítaspyrnu og tók sitt hefðbundna fagn: 'SIU'.



En hann var ekki sá eini sem tók þetta fagn því leikmaður Gana, Osman Bakuri, gerði það einnig þegar Ronaldo var farinn af velli. Bukari minnkaði muninn í 3-2.



Það voru einhverjir sem sökuðu Bukari um vanvirðingu þar sem hann stal fagninu af Ronaldo, en hann fór á samfélagsmiðla eftir leik og sagði það ekki rétt.

„Þetta er rangt. Það voru miklar tilfinningar í spilinu þar sem ég var að skora mitt fyrsta mark á HM. Ég var alinn upp við það að sýna alltaf eldra fólki virðingu, og hvað þá átrúnaðargoði mínu."

„Einbeiting okkar er komin á næsta leik," skrifaði Bukari jafnframt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner