Roma ætlar að byrja undirbúa tilboð í Joshua Zirkzee, framherja Man Utd, á morgun samkvæmt heimildum Sky Sports á Ítaliu.
Ítalska félagið vill fá hann á láni með kaupmöguleika ef ákveðin skilyrði verða uppfyllt.
Ítalska félagið vill fá hann á láni með kaupmöguleika ef ákveðin skilyrði verða uppfyllt.
Sky Sports greindi frá því fyrr í þessum mánuði að United viti af áhuga Roma en enska félagið er ekki að reyna selja Zirkzee í janúar.
Þessi 24 ára gamli Hollendingur skoraði jöfnunarmarkið í 2-1 sigri gegn Crystal Palace í síðasta mánuði. Það er eina markið hans til þessa í 11 leikjum í öllum keppnum.
Hann gekk til liðs við Man Utd frá Bologna fyrir 36,5 milljónir punda árið 2024 en hann hefur átt í vandræðum hjá félaginu. Hann hefur aðeins skorað átta mörk í 60 leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir




