Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   fim 25. desember 2025 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Synir Jota ganga inn á völlinn á laugardag
Mynd: EPA
Synir Diogo Jota heitins, Dinis og Duarte, munu ganga inn á Anfield með lukkukrökkunum þegar Liverpool og Wolves eigast við í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Jota lést í hræðilegu bílslysi í byrjun júlí aðeins skömmu eftir að hafa gengið í það heilaga með Rute Cardoso.

Hann og bróðir hans voru í bílnum og voru báðir úrskurðaðir látnir þegar lögregla og sjúkraliðar mættu á vettvang.

Mikil sorg fylgdi í kjölfarið og tala leikmenn Liverpool enn um það hversu erfitt þetta hefur verið fyrir þá á tímabilinu. Hugsa þeir mikið til fjölskyldunnar sem misstu tvo nána ástvini.

Liverpool hefur heiðrað minningu Jota með ýmsum hætti á tímabili og heldur það áfram á laugardag er tvö fyrrum félög Jota mætast á Anfield.

Jota var frábær með Wolves frá 2018 til 2020 áður en hann gekk í raðir Liverpool, en synir Jota verða heiðursgestir ásamt móður þeirra á leiknum og munu ganga inn á völlinn ásamt lukkukrökkunum.

Stuðningsmenn Liverpool hafa gert það að sið að bjóða upp á dynjandi lófaklapp á 20. mínútu í leikjum liðsins á tímabilinu til minningar um Jota, en hann klæddist treyju númer 20 hjá félaginu.


Athugasemdir
banner