Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 26. janúar 2025 16:54
Brynjar Ingi Erluson
Dómarasambandið segir ákvörðun Oliver rétta - Arsenal ætlar að áfrýja
Lewis-Skelly var rekinn af velli gegn Wolves
Lewis-Skelly var rekinn af velli gegn Wolves
Mynd: Getty Images
PGMOL, dómarasamband Englands, segir Michael Oliver hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann rak Myles Lewis-Skelly af velli í 1-0 sigri Arsenal á Wolves í gær.

HInn 18 ára Leiws-Skelly var rekinn af velli í fyrri hálfleik fyrir að tækla aftan í Matt Doherty sem var að keyra af stað í skyndisókn.

Oliver dró upp rauða spjaldið og staðfesti VAR litinn á spjaldinu í kjölfarið.

Margir spekingar furðuðu sig á ákvörðun Oliver enda töldu þeir að gult spjald væri meira en nóg fyrir tæklingu af þessari gráðu.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagðist brjálaður eftir leikinn en vildi þó ekki fara í smáatriðin í þessu atviki þar sem það hefði ekki ekkert upp á sig.

Enska dómarasambandið hefur nú sent frá sér svar til enskra fjölmiðla og þar kemur fram að rauða spjaldið var rétt niðurstaða. Lewis-Skelly hafi farið allt of seint og hátt í tæklinguna á Doherty og að upptökur sanni mál þeirra.

Lewis-Skelly er kominn í þriggja leikja bann. Hann mun missa af leik Arsenal gegn Manchester City og Leicester í deildinni auk þess sem hann má ekki spila gegn Newcastle í seinni undanúrslitaleiknum í deildabikarnum.

Arsenal ætlar að áfrýja rauða spjaldinu en niðurstaða í því máli mun væntanlega liggja fyrir eftir helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner