
Aron Einar Gunnarsson er kominn með þrennu gegn Liechtenstein og er staðan nú 5-0.
Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 - 7 Ísland
Landsliðsfyrirliðinn hafði aðeins skorað tvö mörk í 100 leikjum fyrir A-landsliðið og kom það síðasta í 2-1 sigri á Tékklandi fyrir átta árum síðan.
Nú er hann kominn með þrennu. Hann skoraði tvö mörk eftir hornspyrnu á nærstöng og svo fullkomnaði hann þrennuna með marki úr vítaspyrnu.
Hreint út sagt ótrúlegt afrek hjá honum. Aron fékk síðan heiðursskiptingu eftir vítaspyrnuna og kom Ísak Bergmann Jóhannesson inná í hans stað.
Sjáðu annað markið
Sjáðu vítaspyrnuna sem fullkomnaði þrennuna
Athugasemdir