Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
   mið 26. mars 2025 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Birkir Eydal (Vestri)
Mynd: University of Texas-Tyler
Viltu giftast mér?
Viltu giftast mér?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessi spyrna var hoax.
Þessi spyrna var hoax.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sælar dömur.
Sælar dömur.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kann ekki nema 15 tungumál.
Kann ekki nema 15 tungumál.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennandi að sjá nýja hárið á Guðmundi í sumar.
Spennandi að sjá nýja hárið á Guðmundi í sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sæmileg gæði í Nypan.
Sæmileg gæði í Nypan.
Mynd: Rosenborg
Birkir er fæddur árið 2000 og er kominn aftur í Vestra eftir að hafa verið í námi erlendis og í Herði síðustu ár. Hann er fjölhæfur sóknarmaður sem 28 mörk í 38 leikjum á síðustu þremur árum sínum með Herði.

Hann er öflugur blakari en ætlar núna að spila með Vestra í efstu deild. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Birkir Eydal.

Gælunafn: Biggó.

Aldur: 24.

Hjúskaparstaða: Lausu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Fyrsti meistaraflokksleikur var með Vestra 2016 á móti Njarðvík í 2. deild. Minnisstætt var að ég og Þórður Gunnar Hafþórsson fengum að byrja á sitthvorum kantinum í ömurlegu veðri.

Uppáhalds drykkur: Blár Collab.

Uppáhalds matsölustaður: Jötunn á Ísafirði, er með besta sushi á landinu.

Hvernig bíl áttu: Bíllaus, en á 2014 Trek hjól sem hefur reynst vel.

Uppáhalds tölvuleikur: FIFA 16

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Bréf í Novo Nordisk.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking bad og Ozark.

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir.

Uppáhalds hlaðvarp: Gula spjaldið.

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: pulsinn.is.

Fyndnasti Íslendingurinn: Sigurður Arnar Hannesson verðandi læknir og Harðar goðsögn.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Góðan dag. Birkir á tíma hjá Berglind Jóhanns tannlækni, Hlíðasmára 17, 3hæð. Kl 10:50, á morgun 25.mar.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KFR.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt : Sverre Nypan Football Manager legend var helvíti góður.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Davíð Smári og Nigel Quashie, báðir mjög góðir á ólíkan hátt.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Fatai á æfingum er óþolandi góður.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Grímur Magnússon afi.

Sætasti sigurinn: 6-5 sigur gegn Hvíta riddaranum með Herði á Ísafirði í svona 50 metrum á sekúndu þar sem Ásgeir Hinrik Gíslason setti sigurmark frá miðju á 94 mínútu.

Mestu vonbrigðin: Covid 19 að cancela spring break plönunum með félögunum.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Kára Eydal beint frá KH, alvöru leikmaður.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Albert Ingi í Vestra mun ná langt.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Guðmundar Arnar Svavarsson með nýja hárið sitt er mjög huggulegur.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Allar mjög fallegar.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi engin spurning.

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Golden goal í framlengingu og ef það er ekki er skorað á 30 mínútum að þá er farið í vító.

Uppáhalds staður á Íslandi: Sparkvöllurinn í Holtahverfi á Ísafirði.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Leikur hjá mér í Texas í háskólaboltanum var flautað af eftir 20 mínútur vegna Tornado warning. Alvöru upplifun.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Göngutúr fyrir leik.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Geðveikt að horfa á Klæbo á gönguskíðunum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial bláum.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Kristinfræðin vafðist aðeins fyrir mér.

Vandræðalegasta augnablik: Þurfti að biðja Davíðs Smára í nýliðavígslu í æfingaferð um daginn, er það lang óþægilegasta sem ég hef gert á ævi minni.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Myndi bjóða Salah, Firmino og Mane og ræða Liverpool tíma þeirra í þaula.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Gunnar Jónas Hauksson er án efa besti klefakall sem hægt er að hafa, alltaf að pæla í einhverjum samsæriskenningum sem er geðveikt að hlusta á.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri til í að sjá Guðmund Pál Einarsson í Love Island, er alltaf að tala um að hann myndi pakka þessu saman.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er geggjaður trommari.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Klárlega Fall, er magnaður einstaklingur sem getur talað svona 15 tungumál og er fullur af allskonar sniðugum hugmyndum.

Hverju laugstu síðast: Aldri til að komast ódýrara í sund.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Pre activation með styrktarþjálfaranum er alveg glatað.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Sergio Ramos hvort þetta hafi verið viljandi.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Áfram Vestri!
Athugasemdir
banner
banner