Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
banner
banner
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna karlar
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
laugardagur 29. mars
Championship
Burnley - Bristol City - 15:00
Cardiff City - Sheff Wed - 15:00
Hull City 0 - 0 Luton
Leeds - Swansea - 15:00
Middlesbrough - Oxford United - 15:00
Norwich - West Brom - 15:00
Portsmouth - Blackburn - 15:00
Stoke City - QPR - 15:00
Sunderland - Millwall - 15:00
Watford 0 - 0 Plymouth
FA Cup
Fulham 0 - 0 Crystal Palace
Brighton - Nott. Forest - 17:15
Division 1 - Women
PSG (kvenna) - Saint-Etienne W - 20:00
Montpellier W - Paris W - 16:00
Reims W - Le Havre W - 14:00
Dijon W - Nantes W - 16:00
Strasbourg W - Guingamp W - 16:00
Bundesligan
Bayern - St. Pauli - 14:30
Eintracht Frankfurt - Stuttgart - 17:30
Hoffenheim - Augsburg - 14:30
Wolfsburg - Heidenheim - 14:30
Gladbach - RB Leipzig - 14:30
Holstein Kiel - Werder - 14:30
Frauen
Potsdam W - Hoffenheim W - 13:00
Werder W 1 - 3 Eintracht Frankfurt W
WORLD: International Friendlies
Indonesia U-17 - Australia U-17 - 17:00
Serie A
Como - Empoli - 14:00
Juventus - Genoa - 17:00
Lecce - Roma - 19:45
Venezia - Bologna - 14:00
Eliteserien
Stromsgodset - Rosenborg - 15:00
Fredrikstad - SK Brann - 17:00
Toppserien - Women
Kolbotn W - Lillestrom W - 13:00
Lyn W - Honefoss W - 13:00
Rosenborg W - Bodo-Glimt W - 13:00
Roa W - Valerenga W - 13:00
Úrvalsdeildin
CSKA - Dynamo Mkh - 16:30
Dinamo 4 - 0 Orenburg
Khimki - Nizhnyi Novgorod - 13:30
La Liga
Real Sociedad - Valladolid - 13:00
Alaves - Vallecano - 17:30
Espanyol - Atletico Madrid - 15:15
Real Madrid - Leganes - 20:00
Damallsvenskan - Women
Kristianstads W - Hacken W - 13:00
Linkoping W - Hammarby W - 13:00
Alingsas W - Djurgarden W - 14:00
Vittsjo W - Brommapojkarna W - 14:00
Vaxjo W - Rosengard W - 14:00
mið 26.mar 2025 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina: 11. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Vestri muni enda í ellefta og næst neðsta sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Vestri mun falla niður í Lengjudeildina ef spáin rætist.

Vestramönnum er spáð ellefta sæti.
Vestramönnum er spáð ellefta sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Vestra.
Davíð Smári er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Vestra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron lék vel á síðasta tímabili.
Eiður Aron lék vel á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morten Ohlsen er á leið inn í sitt þriðja tímabil með Vestra.
Morten Ohlsen er á leið inn í sitt þriðja tímabil með Vestra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristoffer Grauberg Lepik er áhugaverður sóknarmaður.
Kristoffer Grauberg Lepik er áhugaverður sóknarmaður.
Mynd/Vestri
Benedikt Warén var seldur í Stjörnuna.
Benedikt Warén var seldur í Stjörnuna.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Atli byrjar tímabilið í banni.
Elmar Atli byrjar tímabilið í banni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit er kominn í markið hjá Vestra.
Guy Smit er kominn í markið hjá Vestra.
Mynd/Vestri
Daði Berg er ungur og efnilegur leikmaður sem kom á láni frá Víkingi.
Daði Berg er ungur og efnilegur leikmaður sem kom á láni frá Víkingi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ná Vestramenn að forðast falldrauginn í sumar?
Ná Vestramenn að forðast falldrauginn í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Vestri, 27 stig
12. ÍBV, 14 stig

Um liðið: Vestri er á leið inn í sitt annað tímabil í efstu deild eftir að hafa komist upp með dramatískum hætti haustið 2023. Það hafði verið draumur lengi hjá Samúel Samúelssyni, formanni meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, að liðið spilaði í efstu deild og það tókst loksins í fyrra. Vestramenn voru í fallbaráttunni allt tímabilið og hefðu fallið ef deildin væri bara 22 umferðir, en þeir gerðu vel eftir skiptingu og náðu að halda sér uppi. Núna er komið að öðru tímabilinu og spurning er hvort hið margumtalaða „second season syndrome" muni hrjá liðiðið.

Þjálfarinn: Davíð Smári Lamude stýrir Vestra áfram en hann er að fara inn í sitt þriðja tímabil með liðið. Hann gerði afar eftirtektarverða hluti með Kórdrengi áður en hann tók við Vestra. Hann er maðurinn sem kom Vestra upp í efstu deild og hélt þeim þar á síðasta tímabili. Liðin hans eru hörð í horn að taka og eru vel skipulögð.

Styrkleikar: Í liðum Davíðs Smára eru styrkleikarnir yfirleitt mikil samheldni, skipulag og sterkur varnarleikur. Menn eru að berjast fyrir hvern annan hjá Vestra. Það hafa orðið mannabreytingar en þeir hafa náð að halda sterkum kjarna í vörninni, í hjartanu. Það er gríðarlega mikilvægt og þar verða menn að haldast heilir. Vestri er með heilt bæjarfélag á bak við sig og stemningin sem getur myndast á að hjálpa liðinu helling. Það eru öflugir menn á bak við tjöldin sem þykir gríðarlega vænt um félagið og hafa mikla ástríðu fyrir verkefninu.

Veikleikar: Liðið missti sterka pósta framarlega á vellinum í vetur. Andri Rúnar Bjarnason og Benedikt Warén voru tveir af bestu mönnum liðsins í fyrra, sérstaklega seinni hlutann, en þeir eru núna báðir farnir í Stjörnuna. Það eru komnir aðrir leikmenn í þeirra stöður en þeir eru óskrifað blað og þurfa að sanna sig í Bestu deildinni. Það gæti tekið tíma fyrir liðið að spila sig saman eftir allar breytingarnar. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði liðsins, byrjar tímabilið í banni og það gæti haft áhrif enda er hann mikill leiðtogi. Heimavöllurinn gaf Vestra ekki mikið í fyrra og hann verður að gefa meira í sumar. Þeir þurfa að búa til vígi á heimavelli sínum en það ætti að vera vel mögulegt.

Lykilmenn: Eiður Aron Sigurbjörnsson og Morten Ohlsen
Tveir miðverðir sem verða í algjöru lykilhlutverki fyrir Vestramenn í sumar. Eiður Aron þurfti að finna sig aftur þegar hann gekk í raðir Vestra fyrir síðasta tímabil og hann gerði það. Hann spilaði mjög vel lengi vel á síðasta tímabili og sýndi hversu góður hann getur verið. Svo ertu með Morten Ohlsen við hliðina á honum og það er gríðarlegur styrkleiki. Hann er á leið inn í sitt þriðja tímabil með Vestra og er afar góður leikmaður í hjarta varnarinnar. Vörnin hjá Vestra er svo sannarlega þeirra styrkleiki.

Gaman að fylgjast með: Kristoffer Grauberg
Hávaxinn sóknarmaður sem gæti reynst varnarmönnum sérstaklega erfiður í loftinu. Hann er tæpir tveir metrar á hæð. Verður gaman að fylgjast með honum í Bestu deildinni í sumar. Kristoffer er 24 ára, fæddur í Stokkhólmi, en hann er með tvöfalt ríkisfang og keppir fyrir hönd Eistlands. Hann hefur leikið upp öll yngri landslið Eistlands ásamt því að hafa komist í æfingahóp fyrir A-landslið. Einnig verður gaman að fylgjast með því hvað Daði Berg Jónsson, ungur leikmaður úr Víkingi, gerir fyrir Vestra í sumar.

Spurningamerkin: Verður annað tímabilið Vestramönnum erfitt? Hvernig gengur að leysa Andra Rúnar og Benedikt Warén af hólmi? Verður heimavöllurinn gjöfulli í ár?

Völlurinn: Vestramenn byrjuðu síðasta tímabil með því að leika heimaleiki sína í Laugardalnum á meðan verið var að leggja gervigras á Kerecisvöllinn. Núna spilar Vestri allt tímabilið á heimavelli sínum fyrir vestan en um er að ræða eitt fallegasta umhverfið á Íslandi. Aðstaðan hefur ekki alltaf verið frábær á Ísafirði en hún er að verða betri.

Komnir:
Guy Smit frá KR
Diego Montiel frá Svíþjóð
Emmanuel Agyeman Duah frá Færeyjum
Kristoffer Grauberg Lepik frá Svíþjóð
Anton Kralj frá Svíþjóð
Cafu Phete frá Portúgal
Daði Berg Jónsson frá Víkingi (á láni)
Guðmundur Páll Einarsson frá KFG
Birkir Eydal frá Herði
Matias Niemelä frá Finnlandi en fór á láni í Grindavík

Farnir:
Benedikt V. Warén í Stjörnuna
Andri Rúnar Bjarnason í Stjörnuna
William Eskelinen til Finnlands
Ibrahima Balde í Þór
Pétur Bjarnason
Jeppe Gertsen til Danmerkur
Elvar Baldvinsson í Völsung
Aurelien Norest
Inaki Rodriguez
Friðrik Þórir Hjaltason
Ívar Breki Helgason í Hörð



Leikmannalisti:
1. Benjamin Schubert (m)
12. Guy Smit (m)
33. Benedikt Jóhann Þ. Snædal (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
6. Gunnar Jónas Hauksson
7. Vladimir Tufegdzic
10. Diego Montiel
13. Albert Ingi Jóhannsson
14. Birkir Eydal
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
16. Patrekur Bjarni Snorrason
17. Guðmundur Páll Einarsson
19. Emmanuel Agyeman Duah
20. Óskar Ingimar Ómarsson
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Dylan Songani
28. Jeppe Pedersen
29. Kristoffer Grauberg Lepik
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Modou Fall
Cafu Phete
Daði Berg Jónsson

Fyrstu fimm leikir Vestra:
6. apríl, Valur - Vestri (N1-Völlurinn Hlíðarenda)
13. apríl, Vestri - FH (Kerecisvöllurinn)
23. apríl, ÍA - Vestri (ELKEM völlurinn)
27. apríl, Vestri - Breiðablik (Kerecisvöllurinn)
4. maí, ÍBV - Vestri (Hásteinsvöllur)

Spámennirnir: Anton Freyr Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Kári Snorrason, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Sölvi Haraldsson, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner