Það er bikarhelgi á Englandi, undanúrslitin í FA bikarnum eru spiluð þessa helgina og því fara einungis fram sjö deildarleikir. Hrannar Snær Magnússon, hetja Aftureldingar í leiknum gegn Víkingi, spáir í leikina.
Til að ná allavega tíu leikjum fengum við hann til að spá í undanúrslitin í Meistaradeildinni og fær hann því einn bónusleik, alls ellefu leiki.
Kári Kristjánsson, leikmaður Þróttar, var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð.
Til að ná allavega tíu leikjum fengum við hann til að spá í undanúrslitin í Meistaradeildinni og fær hann því einn bónusleik, alls ellefu leiki.
Kári Kristjánsson, leikmaður Þróttar, var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð.
Chelsea 2 - 1 Everton (lau, 11:30)
Moyesarinn búinn að gera frábæra hluti með Everton en Chelsea menn eru að berjast um Evrópusæti og klára þetta í lok leiks.
Brighton 2 - 0 West Ham (lau, 14:00)
Brighton einfaldlega betra lið og spilar Hamrana sundur og saman.
Newcastle 4 - 0 Ipswich (lau, 14:00)
Flugeldasýning á St. James‘ Park þar sem Newcastle ætlar að bæta upp fyrir síðasta leik, Isak með tvö.
Southampton 0 - 2 Fulham (lau, 14:00)
Lélegasta liðið í deildinni þarf því miður að bíða nokkrar umferðir í viðbót áður en menn komast í sumarfrí.
Wolves 3 - 0 Leicester (lau, 14:00)
Cunha elskar að skora og hann gerir það í nokkuð auðveldum leik fyrir Úlfana.
Crystal Palace 1 - 3 Aston Villa (lau, 16:15)
Emery búinn að vera allt í öllu með Villa þetta tímabilið og hann er æstur í dollu, Rashford innsiglar 1-3 sigur.
Bournemouth 3 - 2 Man Utd (sun, 13:00)
Þórður Gunnar sagði að ManU væru ekki lengur í fallhættu en það kemur ekki að sök og þeir tapa í marka leik.
Nott. Forest 1 - 2 Man City (sun, 15:30)
Kevin De Bruyne elskar málma og hann ætlar að sjá til þess að hann kveðji City með einn í höndunum
Liverpool 3 - 1 Tottenham (sun, 15:30)
Biðin er á enda og titillinn kemur loksins í hús. Salah með mark, Slot brosir út að eyrum og allir sáttir.
Arsenal 2 - 1 PSG (þri, 19:00)
Bjarni Páll Linnet sagði að Meistaradeildin væri komin í hús eftir Real einvígið og lofaði mér 2 óvæntum mörkum frá Sterling sem á víst mikið inni eins og hann orðaði það.
Barcelona 2 - 1 Inter (mið, 19:00)
Flickarinn heldur áfram að elda og hann ætlar alla leið. Inter gerir þeim þetta erfitt og heldur öllu opnu fyrir seinni leikinn.
Fyrri spámenn:
Martin Hermanns (7 réttir)
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Gauti (6 réttir)
Kristján Atli (5 réttir)
Matti Villa (5 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Kári Kristjáns (4 réttir)
Kjartan Kári (4 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Eysteinn Þorri (3 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni fyrir leikina sem eru framundan.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 33 | 24 | 7 | 2 | 75 | 31 | +44 | 79 |
2 | Arsenal | 34 | 18 | 13 | 3 | 63 | 29 | +34 | 67 |
3 | Newcastle | 34 | 19 | 5 | 10 | 63 | 44 | +19 | 62 |
4 | Man City | 34 | 18 | 7 | 9 | 66 | 43 | +23 | 61 |
5 | Chelsea | 34 | 17 | 9 | 8 | 59 | 40 | +19 | 60 |
6 | Nott. Forest | 33 | 18 | 6 | 9 | 53 | 39 | +14 | 60 |
7 | Aston Villa | 34 | 16 | 9 | 9 | 54 | 49 | +5 | 57 |
8 | Bournemouth | 33 | 13 | 10 | 10 | 52 | 40 | +12 | 49 |
9 | Brighton | 34 | 12 | 13 | 9 | 54 | 54 | 0 | 49 |
10 | Fulham | 34 | 13 | 9 | 12 | 48 | 46 | +2 | 48 |
11 | Brentford | 33 | 13 | 7 | 13 | 56 | 50 | +6 | 46 |
12 | Crystal Palace | 34 | 11 | 12 | 11 | 43 | 47 | -4 | 45 |
13 | Wolves | 34 | 12 | 5 | 17 | 49 | 61 | -12 | 41 |
14 | Everton | 34 | 8 | 14 | 12 | 34 | 41 | -7 | 38 |
15 | Man Utd | 33 | 10 | 8 | 15 | 38 | 46 | -8 | 38 |
16 | Tottenham | 33 | 11 | 4 | 18 | 61 | 51 | +10 | 37 |
17 | West Ham | 34 | 9 | 10 | 15 | 38 | 56 | -18 | 37 |
18 | Ipswich Town | 34 | 4 | 9 | 21 | 33 | 72 | -39 | 21 |
19 | Leicester | 34 | 4 | 6 | 24 | 27 | 74 | -47 | 18 |
20 | Southampton | 34 | 3 | 5 | 26 | 25 | 78 | -53 | 14 |
Athugasemdir