Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fös 21. febrúar 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eysteinn Þorri spáir í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Félagarnir Arnar Laufdal og Eysteinn Þorri. Sá síðarnefndi spáir í leiki helgarinnar.
Félagarnir Arnar Laufdal og Eysteinn Þorri. Sá síðarnefndi spáir í leiki helgarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Amorim í þrjá punkta á Goodison?
Nær Amorim í þrjá punkta á Goodison?
Mynd: EPA
Eysteinn spáir því að Wan-Bissaka verði Arsenal erfiður viðureignar.
Eysteinn spáir því að Wan-Bissaka verði Arsenal erfiður viðureignar.
Mynd: West Ham
Axel Tuanzebe.
Axel Tuanzebe.
Mynd: Ipswich Town
Matthías Vilhjálmsson var með fimm rétta þegar hann spáði í leiki síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni. Núna er næsta helgi að ganga í garð og fær Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður Augnabliks og stuðningsmaður Manchester United, það verkefni að spá í leikina.

Eysteinn Þorri var gestur í hlaðvarpinu Enski boltinn í vikunni og fór þar mikinn en hægt að hlusta á þáttinn á öllum hlaðvarpsveitum og hér neðst í fréttinni.

Leicester 1 - 1 Brentford (20:00 í kvöld)
Mjög óspennandi föstudagsleikur, en minn maður Ruud sækir ágætis punkt þökk sé einum af mínum bestu vinum, Mads Hermansen, sem mun eiga stórleik.

Everton 1 - 2 Man Utd (12:30 á morgun)
Það er fátt sem ég hata meira en þegar Manchester United á útileik í hádeginu á laugardegi því það endar yfirleitt á einn veg. Ruben Amorim sækir samt á einhvern ótrúlegan hátt þrjá punkta á Goodison. Stóri Harry Maguire og Bruno með mörkin.

Bournemouth 3 - 0 Wolves (15:00 á morgun)
Kósý laugardagur fyrir cherry strákana. Semenyo heldur áfram að heilla fyrst að það er enginn fyrrum United maður þarna.

Arsenal 0 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
Arsenal steingeldir fram á við, Arsenal eru serial chockers þannig þeir drulla á sig og ná ekki að saxa á forskot Liverpool. Wan Bissaka með hnífana á lofti.

Fulham 2 - 1 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Fulham flottir, ég verð ekki með stillt inná þennan leik hins vegar. Ætli Andreas Pereira setji ekki tvö og Eddie Nketiah skori ekki fyrir Palace?

Ipswich 2 - 1 Tottenham (15:00 á morgun)
Kieran Mckenna í aðalhlutverki í þessari sýningu. Axel Tuanzebe lockar Son upp eins og hann tók Mbappe á Parc de Princes um árið. Liam Delap í aukahlutverki og skorar.

Southampton 0 - 2 Brighton (15:00 á morgun)
Suðurströndin undir. Danny Welbeck skorar væntanlega.

Aston Villa 2 - 0 Chelsea (17:30 á morgun)
Tveir vel þreyttir að mætast. Rashford á móti Sancho. Rashford kemur on top enda svona 100x betri leikmaður.

Newcastle 2 - 2 Nottingham Forest (14:00 á sunnudag)
Þetta verður líklega besti leikur umferðarinnar. Elanga hleður í tvö fyrir Forrest og tryggir Forrest gott stig.

Man City 1 - 1 Liverpool (16:30 á sunnudag)
Þessi verður vonbrigða leikur umferðarinnar. Usual suspects á skotskónum, Salah úr víti og Foden með slummu í skeytina.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Matti Villa (5 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Enski boltinn - Er botninum náð?
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 7 1 62 26 +36 61
2 Arsenal 25 15 8 2 51 22 +29 53
3 Nott. Forest 25 14 5 6 41 29 +12 47
4 Man City 25 13 5 7 52 35 +17 44
5 Bournemouth 25 12 7 6 44 29 +15 43
6 Chelsea 25 12 7 6 47 34 +13 43
7 Newcastle 25 12 5 8 42 33 +9 41
8 Fulham 25 10 9 6 38 33 +5 39
9 Aston Villa 26 10 9 7 37 40 -3 39
10 Brentford 26 11 4 11 47 42 +5 37
11 Brighton 25 9 10 6 38 38 0 37
12 Tottenham 25 9 3 13 49 37 +12 30
13 Crystal Palace 25 7 9 9 29 32 -3 30
14 Everton 25 7 9 9 27 31 -4 30
15 Man Utd 25 8 5 12 28 35 -7 29
16 West Ham 25 7 6 12 29 47 -18 27
17 Wolves 25 5 4 16 35 54 -19 19
18 Ipswich Town 25 3 8 14 23 50 -27 17
19 Leicester 26 4 5 17 25 59 -34 17
20 Southampton 25 2 3 20 19 57 -38 9
Athugasemdir
banner
banner
banner