Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 08. mars 2025 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Kári spáir í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Kjartan Kári.
Kjartan Kári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beto hefur verið líklegur í síðustu leikjum Everton.
Beto hefur verið líklegur í síðustu leikjum Everton.
Mynd: EPA
Kveikir Nunez á sér?
Kveikir Nunez á sér?
Mynd: EPA
Fylgir Nkunku á eftir marki í síðustu umferð?
Fylgir Nkunku á eftir marki í síðustu umferð?
Mynd: EPA
28. umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina, umferðin hefst í hádeginu á laugardag og umferðinni lýkur á mánudagskvöld. Aðdáendur deildarinnar fá kvöldleik á laugardag þegar Wolves tekur á móti Everton.

Það er Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, sem spáir í leiki umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Martin Hermannsyni sem var með sjö leiki rétta þegar hann spáði í síðustu umferðar.

Svona spáir Kjartan Kári leikjunum:

Forest 1 - 2 City (laugardagur, 12:30)
City eru að fara vinna þennan og Óttar Uni aka sá efnilegi verður að fá Foden til að skora og jafnvel leggja upp fyrir draftið í meistaraflokknum. Miðað við hans heppni mun það takast og Haaland setur hann ásamt Foden, og Chris Wood skorar fyrir skógarmennina.

Brighton 2 - 1 Fulham (laugardagur, 15:00)
Brigthon er búið að vera á eldi undanfarið.
Mitoma og Pedro skora og Baldur Kári aka Baddmus aka Baddi bicep aka herra boss segir að Muniz sé hrokkinn í gang.

Palace 1 - 0 Ipswich (laugardagur, 15:00)
Palace er með frábæra vörn og lokar þessu, Sarr sem er a brother from another mother hjá Allani situr hann og þeir læsa síðan vörninni.

Liverpool 3 - 0 Southampton (laugardagur, 15:00)
Curtis Jones fær traustið og setur hann, Salah alltaf að fara skora og Nunez kveikir á sér. Nokkrir menn í liðinu muna tryllast þegar það gerist enda margir veikir Liverpool menn í liðinu eins Siggi Halls.

Brentford 2 - 2 Villa (laugardagur, 17:30)
Mbeumo setur hann og Wissa, svo mun næst besti leikmaður deildarinnar Marcus Rashford setja eitt og leggja upp annað á Morgan litla Rogers. Bjössi verður ánægður með karakter sinna manna eftir að Brentford kemst yfir.

Wolves 0 - 1 Everton (laugardagur, 20:00)
Beto setur hann, alvöru iðnaðarsigur og Garðar Ingi Leifsson verður virkur á twitter eftir leik að tala um hversu góður David Moyes sé. Cunha lausir Wolves sja ekki til sólar og eiga ekki séns í að setja hann framhjá risaeðlunni Pickford í markinu.

Chelsea 2 - 0 Leicester (sunnudagur, 14:00)
Nkunku mun skora bæði fyrir Jóa í draftinu og halda hreinu annan leikinn í röð á móti arfaslöku liði Leicester.

Tottenham 1 - 2 Bournemouth (sunnudagur, 14:00)
Nýjasti leikmaður FH, Tómas Orri, segir að Bournemouth vinni þennan leik, ætli Kulusevski setji hann ekki og svo Evanilson og Kluivert fyrir gestina.

Man Utd 0 - 2 Arsenal (sunnudagur, 16:30)
Man U geta ekki rassgat og eru með lélegustu frammlínu deildarinnar þótt Zirkzee sé góður í fotbolta, Gabriel og Trossard setja sitthvort markið fyrir Nallarana sem vinna leikinn örugglega.

West Ham 1 - 1 Newcastle (mánudagur, 20:00)
Bowen setur hann fyrir Nóra í draftinu og Isak setur hann fyrir Newcastle, leiðinlegur leikur sem endar með jafntefli og bæði lið verða ósatt eftir leik.

Fyrri spámenn:
Martin Hermanns (7 réttir)
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Matti Villa (5 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Eysteinn Þorri (3 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni fyrir leikina sem eru framundan.
Enski boltinn - Þetta er búið
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 31 22 7 2 72 30 +42 73
2 Arsenal 32 17 12 3 57 27 +30 63
3 Nott. Forest 32 17 6 9 51 38 +13 57
4 Man City 32 16 7 9 62 42 +20 55
5 Aston Villa 32 15 9 8 49 46 +3 54
6 Chelsea 31 15 8 8 54 37 +17 53
7 Newcastle 30 16 5 9 52 39 +13 53
8 Fulham 31 13 9 9 47 42 +5 48
9 Brighton 32 12 12 8 51 49 +2 48
10 Bournemouth 31 12 9 10 51 40 +11 45
11 Brentford 32 12 7 13 52 48 +4 43
12 Crystal Palace 31 11 10 10 41 40 +1 43
13 Man Utd 31 10 8 13 37 41 -4 38
14 Everton 32 8 14 10 34 38 -4 38
15 Tottenham 31 11 4 16 58 45 +13 37
16 West Ham 31 9 8 14 35 52 -17 35
17 Wolves 31 9 5 17 43 59 -16 32
18 Ipswich Town 31 4 8 19 31 65 -34 20
19 Leicester 32 4 6 22 27 72 -45 18
20 Southampton 32 2 4 26 23 77 -54 10
Athugasemdir
banner
banner