31. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina. Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolti.net og stuðningsmaður Liverpool, spáir í leikina.
Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar sem er nýliði í Bestu deildinni í sumar, spáði í 30. umferð og var með sex rétta.
Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar sem er nýliði í Bestu deildinni í sumar, spáði í 30. umferð og var með sex rétta.
Everton 1 - 1 Arsenal (Á morgun klukkan 11:30)
David Moyes hefur fært Everton gamla stálið á ný, þeir eru ólseigir og munu hirða stig af framherjalausu Arsenal-liði sem verður með annað augað á Meistaradeildinni.
Crystal Palace 2 - 2 Brighton (Á morgun klukkan 14)
Bæði lið hafa verið að spila vel upp á síðkastið en hikstað aðeins í liðinni viku. Þau hafa engu að tapa og þetta verður skemmtilegur leikur í sólinni á Selhurst Park.
Ipswich Town 2 - 1 Wolves (Á morgun klukkan 14)
Ipswich hleypa smá spennu í fallbaráttuna, en bara smá. Ég er aðeins svekktur fyrir hönd Ipswich-stuðningsmanna á Íslandi, sem eru fleiri en margan grunar, að þeir hafi ekki náð að gera sér meiri mat úr verunni í Úrvalsdeildinni en með sigri hérna gefa þeir sér líflínu.
West Ham 2 - 0 Bournemouth (Á morgun klukkan 14)
Bournemouth-blaðran virðist sprungin í bili á Hamrarnir verða grimmir eftir tap gegn Wolves í vikunni. Graham Potter kann að stilla upp þéttu og taktísku liði og þeir hirða þetta á heimavelli.
Aston Villa 3 - 2 Nottingham Forest (Á morgun klukkan 16:30)
Þetta verður leikur umferðarinnar, allavega sá skemmtilegasti. Bæði lið þurfa stigin í þessum leik og hér verður hart barist, mikið drama og mikið um dýrðir. Rashford klárar þetta fyrir Villa á dramatískan hátt í uppbótartíma.
Brentford 1 - 1 Chelsea (Á sunnudag klukkan 13)
Steindautt jafntefli. Chelsea unnu Tottenham í miðri viku og verða því saddir fyrir þennan leik og hlaupa á danskan vegg. Thomas Frank er enginn aukvisi og nær í jafnteflið.
Fulham 1 - 1 Liverpool (Á sunnudaginn klukkan 13)
Smá spennufall hjá Liverpool eftir sigurinn á Everton í miðri viku. Fulham eru sterkir og standa í hárinu á mínum mönnum og niðurstaðan verður skemmtilegt jafntefli sem skiptir ekki öllu máli fyrir Liverpool því Arsenal gera líka jafntefli um helgina.
Tottenham 3 - 0 Southampton (Á sunnudaginn klukkan 13)
Postecoglou er undir mikilli pressu og það verður baulað á heimavellinum um helgina, en það skiptir litlu því Southampton eru númeri of litlir fyrir þessa deild. Auðveldur sigur Spurs, annars má reka Big Ange strax eftir leik.
Man Utd 2 - 0 Man City (Á sunnudaginn klukkan 15:30)
Þetta verður alvöru borgarslagur. Bæði lið í lægð og hér er tækifæri fyrir þau bæði að ná í dýrmætan sigur gegn erkifjendunum. Þessir leikir jafnast oft út í mikla baráttu og stemningin á Old Trafford verður gríðarleg. Spái því að Bruno og Maguire salti þetta með víti og skalla, Haaland er ekki með og Marmoush skorar bara á heimavelli þannig að United hefur þetta. Ég hlýt að vera kolruglaður að spá United sigri í stórleik þessa dagana en þannig er það nú samt, ég hef tilfinningu fyrir þessu.
Leicester 0 - 2 Newcastle (Á mánudaginn klukkan 19)
Isak-eimreiðin rúllar áfram. Newcastle eru mögulega heitasta lið Englands akkúrat núna og númeri of stórir fyrir Leicester. Þetta verður síðasti naglinn í kistu Van Nistelrooy hjá heimaliðinu en strákarnir hans Eddie Howe fara létt með þetta og vippa sér upp í Meistaradeildarsæti.
Fyrri spámenn:
Martin Hermanns (7 réttir)
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Gauti (6 réttir)
Matti Villa (5 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Kjartan Kári (4 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Eysteinn Þorri (3 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni fyrir leikina sem eru framundan.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 30 | 22 | 7 | 1 | 70 | 27 | +43 | 73 |
2 | Arsenal | 30 | 17 | 10 | 3 | 55 | 25 | +30 | 61 |
3 | Nott. Forest | 30 | 17 | 6 | 7 | 50 | 35 | +15 | 57 |
4 | Chelsea | 30 | 15 | 7 | 8 | 54 | 37 | +17 | 52 |
5 | Man City | 30 | 15 | 6 | 9 | 57 | 40 | +17 | 51 |
6 | Newcastle | 29 | 15 | 5 | 9 | 49 | 39 | +10 | 50 |
7 | Aston Villa | 30 | 13 | 9 | 8 | 44 | 45 | -1 | 48 |
8 | Brighton | 30 | 12 | 11 | 7 | 48 | 45 | +3 | 47 |
9 | Fulham | 30 | 12 | 9 | 9 | 44 | 40 | +4 | 45 |
10 | Bournemouth | 30 | 12 | 8 | 10 | 49 | 38 | +11 | 44 |
11 | Brentford | 30 | 12 | 5 | 13 | 51 | 47 | +4 | 41 |
12 | Crystal Palace | 29 | 10 | 10 | 9 | 37 | 34 | +3 | 40 |
13 | Man Utd | 30 | 10 | 7 | 13 | 37 | 41 | -4 | 37 |
14 | Tottenham | 30 | 10 | 4 | 16 | 55 | 44 | +11 | 34 |
15 | Everton | 30 | 7 | 13 | 10 | 32 | 37 | -5 | 34 |
16 | West Ham | 30 | 9 | 7 | 14 | 33 | 50 | -17 | 34 |
17 | Wolves | 30 | 8 | 5 | 17 | 41 | 58 | -17 | 29 |
18 | Ipswich Town | 30 | 4 | 8 | 18 | 30 | 63 | -33 | 20 |
19 | Leicester | 30 | 4 | 5 | 21 | 25 | 67 | -42 | 17 |
20 | Southampton | 30 | 2 | 4 | 24 | 22 | 71 | -49 | 10 |
Athugasemdir