Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 11. apríl 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Atli spáir í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Kjartan Atli Kjartansson.
Kjartan Atli Kjartansson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Heldur Declan Rice áfram að skora úr aukaspyrnum?
Heldur Declan Rice áfram að skora úr aukaspyrnum?
Mynd: EPA
Salah er búinn að framlengja.
Salah er búinn að framlengja.
Mynd: Liverpool
Nær Onana að komast í gegnum helgina án þess að gera mistök?
Nær Onana að komast í gegnum helgina án þess að gera mistök?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Verður Evanilson á skotskónum í lokaleik umferðarinnar?
Verður Evanilson á skotskónum í lokaleik umferðarinnar?
Mynd: Bournemouth
Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool og sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net, var með fimm rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Kjartan Atli Kjartansson spáir í leikina sem eru framundan. Stöð 2 Sport blés í herlúðra í gær og kynnti hvernig umfjöllun stöðvarinnar um enska boltann verður á næsta tímabili. Kjartan Atli verður með uppgjörsþáttinn Sunnudagsmessuna á næsta tímabili.

Man City 2 - 2 Crystal Palace (11:30 á morgun)
Ég ætlaði að setja 2-1 sigur á City en mundi þá að minn kæri vinur Maggi Bö er harðasti Palace maður landsins. Þess má geta að nýlega fjölgaði í fjölskyldu Magga og sendi ég þeim hamingjuóskir. Hörkuleikur í vændum. Í fjarveru Haaland mun minn maður og best gyrti maður evrópskrar knattspyrnu, Mateo Kovacic, setja allavega eitt með lúmsku skoti.

Brighton 3 - 0 Leicester (14:00 á morgun)
Eftir að hafa breytt þessari spá tvisvar er ég kominn á að þetta endi 3-0 fyrir Brighton. Mann langar að sýna Ruud meiri trú, manninum sem gaf manni ótal ljúfar æskuminningar. En því miður verða gestirnir innistæðulausir á Amex, Brighton kemst aftur á sigurbraut.

Nottingham Forest 2 - 0 Everton (14:00 á morgun)
Everton hefur að engu að keppa á meðan Forest er á fullu. Elanga setur allavega eitt. Jason Lee verður heiðursgestur.

Southampton 0 - 4 Aston Villa (14:00 á morgun)
Aston Villa fær útrás í sóknarleiknum eftir að hafa varist gegn PSG í 90 mínútur. Heyrst hefur að Unai Emery muni skrifa á samfélagsmiðla: "Veislan er að byrja", eins og tvífari sinn og höfðingi Fannar Freyr Guðmundsson úr Hafnarfirði. Marco Asensio verður einn af markaskorurum Villa og mætir sjóðandi heitur inn í seinni leikinn gegn hinu liðinu sínu.

Arsenal 2 - 1 Brentford (16:30 á morgun)
Þetta gæti orðið erfið fæðing hjá Arsenal en hefst að lokum. Eftir töfrandi Evrópukvöld gæti einbeitingin eitthvað vafist fyrir Skyttunum. Declan Rice kemur inn á og skorar úr þriðju aukaspyrnunni á ferlinum.

Chelsea 3 - 0 Ipswich (13:00 á sunnudag)
Sunnudagur á Stamford Bridge. Chelsea gerði góða ferð til Póllands og komst liðið aftur á sigurbraut. Cole Palmer finnur taktinn og hendir í þrennu.

Liverpool 3 - 0 West Ham (13:00 á sunnudag)
Salah fagnar nýjum samning með sigri. Í kortunum sér maður fljúgandi start hjá Liverpool, eftir svekkjandi tap gegn Fulham. Menn hafa haft viku til að gíra sig upp í þennan leik og allt bendir til þess að um einstefnu verði að ræða. Salah skorar tvö og Diaz skorar eftir sendingu frá Conor Bradley. Sóli Hólm og Katrín Jakobsdóttir fagna, í sitthvoru lagi.

Wolves 2 - 2 Tottenham (13:00 á sunnudag)
Markaveisla á Molineux. Liðin skiptast á að skora í þessum leik og Wolves jafnar á lokakafla leiksins. Ange Postecoglou mætir á blaðamannafund og segir orðið "mate" tólf sinnum.

Newcastle 1 - 2 Man Utd (15:30 á sunnudag)
Skjórarnir hafa verið á flugi, en því miður fyrir þá er Kobbie Mainoo mættur aftur. Hann blæs lífi í United og úr verður hörkuleikur. Tvennt sem telaufin segja manni: Leny Yoro skorar aftur og Onana kemst áfallalaust í gegnum leikinn (veit ekki hvort er líklegra samt). Sigurjón Jónsson, þekktasti Newcastle-maður landsins, verður því miður svekktur út daginn.

Bournemouth 2 - 1 Fulham (19:00 á mánudag)
Sóknarleikur í suðrinu, þetta verður skemmtilegur leikur á Fjörvangi. Mörk heimamanna verða amerísk, bæði Norður og Suður. Evanílson setur eitt brasilískt og Tyler Adams með eitt tollfrjálst mark, Made in the USA.

Fyrri spámenn:
Martin Hermanns (7 réttir)
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Gauti (6 réttir)
Kristján Atli (5 réttir)
Matti Villa (5 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Kjartan Kári (4 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Eysteinn Þorri (3 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni fyrir leikina sem eru framundan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 34 13 11 10 53 41 +12 50
11 Brentford 34 14 7 13 58 50 +8 49
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
15 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner
banner