Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Gauti spáir í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Arnór Gauti Ragnarsson.
Arnór Gauti Ragnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyler Dibling og félagar í Southampton munu bjóða upp á sýningu ef spá Arnórs rætist.
Tyler Dibling og félagar í Southampton munu bjóða upp á sýningu ef spá Arnórs rætist.
Mynd: EPA
Hrannar “the dawg” Snær lofaði stórsigri hjá sínum mönnum.
Hrannar “the dawg” Snær lofaði stórsigri hjá sínum mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Isak, sóknarmaður Newcastle.
Alexander Isak, sóknarmaður Newcastle.
Mynd: EPA
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Það er leikið í ensku úrvalsdeildinni í miðri viku. Umferðin hefst í kvöld og klárast á fimmtudaginn.

Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru framundan. Afturelding er nýliði í Bestu deildinni og spilar opnunarleik deildarinnar gegn Breiðabliki næstkomandi laugardag.

Arsenal 1 - 2 Fulham (18:45 í kvöld)
Það er erfitt að vinna leiki þegar þú ert ekki með striker. Þetta verður endanlegur nagli í kistu Arsenalmanna í titilbaráttunni.

Wolves 1 - 2 West Ham (18:45 í kvöld)
Fjarvera Cunha er of mikil fyrir Úlfana. Besti miðjumaður deildarinnar James Ward-Prowse setur eitt úr aukaspyrnu og eitt beint úr horni.

Nottingham Forest 3 - 2 Man Utd (19:00 í kvöld)
Elanga byrjar frammi í fjarveru Wood og nýtir tækifærið á móti sínu gömlu mönnum. Gibbs-White hendir í þrennu af stóðsendingum og Rasmus Hojlund gefur óvænta frammistöðu og setur tvö fyrir United.

Bournemouth 2 - 0 Ipswich (18:45 á morgun)
Bournemouth ætti að vinna þennan leik með nokkrum yfirburðum. Þó að formið þeirra hefur verið ansi slæmt í síðustu leikjum ná þeir að snúa við blaðinu hér.

Brighton 2 - 3 Aston Villa (18:45 á morgun)
Rashford X Asensio link-upið verður bara því miður of mikið fyrir mávana. Rashford er að ganga í gegnum endurnýjun lífsdaga eftir hreyfinguna frá Manchester borg og hefur byrjarð svakalega vel fyrir Villa menn.

Man City 2 - 0 Leicester (18:45 á morgun)
Haaland á hækjum og allt í rugli en City er því miður of stór biti fyrir Ruud.

Newcastle 2 - 0 Brentford (18:45 á morgun)
Bikarþynnkan á ekkert í Isak og heldur sínum hætti að tortíma liðum með sínum löngu skrefum, það aðeins einn maður með svipað stride og Isak, það er lognið hann Aron Elí. Joelinton mun alltaf skila sínum hlaupatölum.

Southampton 5 - 1 Crystal Palace (18:45 á morgun)
Þetta verður ekkert annað en rassamæling. Ég heyrði í mínu mönnum hjá Southampton og þeir hafa nýtt landsleikjahléið afskaplega vel til að slípa sig saman. Þeir mæta endurfæddir í þennan leik og fara svo á sigurgöngu það sem eftir er tímabilsins, þeir enda á því að halda sér uppi og gera það með stæl. Kóngurinn Paul Onuachu skorar öll fimm mörkin og Dibling hirðir allar stollurnar.

Liverpool 3 - 1 Everton (19:00 á morgun)
Merseyside Derby! Hrannar “the dawg” Snær lofaði stórsigri hjá sínum mönnum og sagði orðrétt “það á því miður ekkert lið í Liverpool (nema PSG og Newcastle), Liverpool eru bestir!”. Þetta verður því miður einfaldur sigur hjá þeim rauðu. Salah heldur áfram þeirri sýningu sem hann hefur verið að bjóða uppá síðustu ár.

Chelsea 4 - 3 Tottenham (19:00 á fimmtudag)
Þetta verður eins og handboltaleikur! End to end stöff. Ange ball hefur verið á hraðri niðurleið siðustu vikur og mun það halda uppteknum hætti. Þó Chealsea séu framherja lausir þá er erfitt fyrir lið að vinna leiki þegar þeir kunna ekki að verjast.

Fyrri spámenn:
Martin Hermanns (7 réttir)
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Matti Villa (5 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Kjartan Kári (4 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Eysteinn Þorri (3 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni fyrir leikina sem eru framundan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner