Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matti Villa spáir í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Marki Matta fagnað innilega í gær.
Marki Matta fagnað innilega í gær.
Mynd: EPA
Spámaður umferðarinnar.
Spámaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gordon mætir Ederson á morgun.
Gordon mætir Ederson á morgun.
Mynd: EPA
Matthías Vilhjálmsson skoraði seinna mark Víkings í frábærum sigri liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni í gær. Matti kom inn á og kom Víkingum í 2-0 leiknum. Framundan er seinni leikur liðanna sem fram fer í Aþenu. En fyrst fer athygli margra Íslendinga á ensku úrvalsdeildina.

25. umferðin hefst í kvöld og lýkur á sunnudag. Matti spáir í leikina en hann fylgir á eftir Jóa Bjarna sem var með sex leiki rétta þegar hann spáði í síðustu umferð.

Svona spáir Matti leikjunum:

Brighton 1 - 1 Chelsea (föstudagur 20:00)
Sé ekkert annað í stöðunni en að þessi leikur fari jafntefli, Palmer skorar úr víti undir lokin og jafnar.

Leicester 0 - 2 Arsenal (laugardagur 12:30)
Arsenal vélin mallar og vinnur þennan leik og heldur pressunni á Liverpool áfram.

Aston Villa 3 - 1 Ipswich (laugardagur 15:00)
Villa með mjög spennandi lið og held að þeir muni vinna þennan leik auðveldlega. Watkins skorar tvö.

Fulham 2 - 1 Forest (laugardagur 15:00)
Held að heimavöllurinn muni skila þarna og Adama Traore fari úr að ofan þegar hann setur winnerinn.

Man City 1 - 2 Newcastle (laugardagur 15:00)
Maður veit náttúrulega aldrei með City en þeir verða með hugann við seinni leikinn á móti Real í CL og Isak og Gordon munu fara illa með þá í skyndisóknunum.

Southampton 0 - 3 Bournemouth (laugardagur 15:00)
Bournemouth spila helvítið skemmtilegan bolta og ég held að þeir vinni þennan leik örugglega.

West Ham 1 - 2 Brentford (laugardagur 15:00)
Tengdapabbi verður ekki sáttur við þessa spá en held að Mbeumo setji winnerinn í seinni.

Crystal Palace 1 - 1 Everton (laugardagur 17:30)
Verður ekkert sérstaklega skemmtilegur leikur en Everton næla í sterkt stig. Moyes heldur áfram að cooka.

Liverpool 2 - 0 Wolves (sunnudagur 14:00)
Öruggur sigur minna manna, Liverpool vaða í færum en skora bara tvö, Salah og Jota með mörkin.

Spurs 2 - 2 Man Utd (sunnudagur 16:30)
Tvö lið sem hafa verið að ströggla. Spái stórskemmtilegum og opnum leik. Kemur eitt rautt spjald líka.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Jói Bjarna (6 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Viktor Gísli (5 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Bjarki Már (3 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Enski boltinn - Sá síðasti í Guttagarði, töfrar í bikar og vesen á City
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 24 17 6 1 58 23 +35 57
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Chelsea 25 12 7 6 47 34 +13 43
5 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
6 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Brighton 25 9 10 6 38 38 0 37
9 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
10 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 Everton 24 6 9 9 25 30 -5 27
16 West Ham 24 7 6 11 29 46 -17 27
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner