Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. maí 2020 14:44
Fótbolti.net
Var mynd af nýjum landsliðsbúningi Íslands lekið viljandi?
Svona lítur treyjan út.
Svona lítur treyjan út.
Mynd: Puma
„Þetta er þröngt og flott. Mér lýst vel á þessa treyju," segir Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, um nýja landsliðsbúninginn frá Puma en mynd af honum lak út í morgun.

Ragnar var gestur í Niðurtalningunni í dag.

Hann heldur að það sé engin tilviljun að þessi mynd hafi lekið út.

„Það getur ekki verið að þetta hafi verið óvart. Maður sér alltaf 'tís' af nýjum búningum hjá þessum stærstu liðum. Ég held að þetta hafi bara verið 'PR' ákvörðun," segir Ragnar.

og Elvar Geir Magnússon bætir við:

„Það er þekkt í treyjubransanum að láta þetta leka út og kanna hvernig viðbrögðin eru. Ef það er eitthvað eitt sem er að stuða fólk sérstaklega er það þá kannski lagfært."

Magnús Már Einarsson er ekki á því að lekinn hafi verið viljandi.

„Það eru allir búnir að sjá treyjuna núna og það verður ekki eins stórt þegar hún verður kynnt á fréttamannafundi. En þegar kynningin verður sér maður stuttbuxurnar við og fleira," segir Magnús.

Treyjan og nýtt landsliðsmerki fengu góða dóma í þættinum en hægt er að hlusta á hann í spilaranum hér að neðan.
Niðurtalningin - Nýr fyrirliði Fylkis og endurkoma fótboltans
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner