Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 26. júní 2019 17:30
Arnar Daði Arnarsson
Þjálfaraskipti hjá Leikni (Staðfest) - Stebbi Gísla í þjálfun í Belgíu
Sigurður Heiðar tekur við í Breiðholti
Stefán Gíslason og Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Stefán Gíslason og Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tilkynnt hefur verið á heimasíðu Leiknis um þjálfaraskipti hjá liðinu. Stefán Gíslason sem tók við Leikni í vetur er að ráða sig í þjálfarastarf í Belgíu. Ekki kemur fram í tilkynningunni um hvaða félag er að ræða.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, sem var aðstoðarmaður Stefáns, tekur við stöðu aðalþjálfara. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari í meistaraflokki.

Stefán tók við Leikni í vetur en Leiknir er í 7. sæti Inkasso-deildarinnar. Fyrsti leikur Sigurðar sem aðalþjálfara verður strax á morgun, gegn Keflavík á útivelli.



Yfirlýsing frá Leikni:

Frá stjórn Leiknis:

Hlutirnir breytast fljótt í boltanum. Stefán Gíslason hefur látið af störfum sem þjálfari Leiknis til að taka við þjálfarastarfi í Belgíu.

Það er eftirsjá af Stefáni sem tók við Leikni síðasta vetur en hugmyndafræði hans og félagsins lágu virkilega vel saman. Það er leiðinlegt að horfa á eftir þessum flotta þjálfara og honum er þakkað fyrir afar góð störf fyrir félagið og óskað velfarnaðar í nýju og spennandi verkefni.

Að sama skapi fagnar Leiknir því að erlend félög séu að horfa hingað upp í Breiðholtið, enda ansi margt gott sem héðan kemur! Það er ekki oft sem íslenskum þjálfurum býðst tækifæri sem þetta.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, sem verið hefur aðstoðarþjálfari Stefáns, tekur nú við keflinu og stöðu aðalþjálfara. Áfram verður haldið í sömu vegferð. Valur Gunnarsson markvarðaþjálfari verður honum til aðstoðar í leiknum gegn Keflavík á morgun en verið er að vinna í að fá inn nýjan aðstoðarþjálfara.

Áfram Leiknir!
Athugasemdir
banner
banner
banner