Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júní 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
AC Milan heldur í vonina með Sanches
Renato Sanches.
Renato Sanches.
Mynd: Getty Images
Ítalska stórliðið AC Milan er ekki búið að gefast upp á því að fá portúgalska miðjumannin Renato Sanches til sín í sumar.

Milan missti af miðverðinum Sven Botman til Newcastle en félagið vonast til þess að missa ekki líka af Sanches.

Það hefur lengi verið áhugi á Sanches frá Milan, en núna nýverið blandaði Paris Saint-Germain sér í baráttuna. Luis Campos, nýr yfirmaður fótboltmála hjá PSG starfaði áður hjá Lille og fékk hann Sanches þangað á sínum tíma.

Sanches, sem var eitt sinn mesta vonarstjarna Evrópu, er búinn að leika afskaplega vel með Lille og er hann sagður fáanlegur fyrir 30-40 milljónir evra.

Milan er nú þegar búið að ná persónulegu samkomulagi við Sanches en þarf að vinna hratt og vel til að vinna baráttuna við PSG, félag sem er með djúpar kistur. Það er enn vonarglæta fyrir ítölsku meistarana.
Athugasemdir
banner
banner
banner