Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júlí 2020 11:52
Elvar Geir Magnússon
Arnar treystir markvarðaþjálfaranum til að velja
Kristijan Jajalo.
Kristijan Jajalo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er jöfn barátta um markvarðarstöðuna hjá KA en Kristijan Jajalo hefur staðið í markinu síðustu leiki, þar á meðal leikina tvo eftir að Arnar Grétarsson tók við.

Aron Dagur Birnuson byrjaði í rammanum en þessi ungi heimamaður missti sæti sitt eftir að hafa gert mistök.

Í hlaðvarpsþættinum Boltinn á Norðurlandi sagðist Egill Sigfússon hafa spurt Arnar út í valið.

Egill mætti á stuðningsmannahitting KA sem fram fór í Smáralindinni fyrir síðasta leik, jafnteflið gegn FH í Krikanum.

„Hann var með smá töflufund og fór yfir liðið. Hann svaraði eiginlega öllu. Hann var spurður út í það af hverju Jajalo væri í markinu en ekki Aron og kom með mjög góð rök fyrir því," segir Egill.

„Hann hefur alltaf unnið það þannig að markvarðaþjálfarinn ræður því í rauninni hver er í markinu. Arnar tekur lokaákvörðunina en treystir markvarðaþjálfaranum. Hann er með þessum gæjum á öllum æfingum og þetta er eina starfið þeirra."

Markvarðaþjálfari KA er serbneskur og heitir Branislav Radakovic.

„Arnar sagði að eins og staðan væri í dag þá væri Jajalo í betra andlegu jafnvægi til að spila, væntanlega eftir þennan Fylkisleik þá. Þetta eru sjálfstraustspunktar," segir Egill.

KA hefur haldið marki sínu hreinu í báðum leikjunum síðan Arnar Grétarsson tók við. Liðið mætir KA í dag klukkan 16 á Greifavellinum.
Boltinn á Norðurlandi: Addi heldur hreinu, úttekt á Grillvelli og grannaslagir gerðir upp
Athugasemdir
banner
banner
banner